Eftir að hafa verið orðað við Casemiro, miðjumann Evrópumeistara Real Madríd, og Yann Sommer, markvörð Borussia Mönchengladbach, þá virðist sem Man Utd vilji fá Christian Pulisic á láni frá Chelsea.
Pulisic er eftirsóttur en samkvæmt heimildum The Athletic hafa Newcastle United, Juventus og Atlético Madríd öll augastað á þessum 23 ára gamla vængmanni. Chelsea borgaði 58 milljón punda fyrir leikmanninn árið 2019 en hann hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í Lundúnum.
Exclusive: Manchester United are considering taking USMNT captain Christian Pulisic on loan from their Premier League rivals Chelsea, The Athletic can reveal. pic.twitter.com/PSqVqxV3Zs
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 17, 2022
Nú virðist Chelsea tilbúið að láta Pulisic fara og leikmaðurinn virðist tilbúinn líka. Hann er í leit að meiri spiltíma svo hann verði í sínu besta formi er HM í Katar hefst. Þar mun hann leiða þjóð sína út en Pulisic er fyrirliði liðsins.
Hann hefur komið inn af bekknum í fyrstu tveimur leikjum Chelsea á leiktíðinni en vill vera í liði þar sem hann á meiri möguleika á að byrja leiki.
Samkvæmt The Athletic væri Pulisic helst til í að fara til Manchester United þó svo að liðið sitji á botni ensku úrvalsdeildarinnar án stiga. Mögulega sér hann fram á að fá nóg að spila í liði sem sárlega vantar neista fram á við.