Ítalskir ferðamenn gengust við utanvegaakstrinum Árni Sæberg skrifar 18. ágúst 2022 07:46 Ítalarnir skildu eftir sig ljót för á Kverkfjallaleið. Þórhallur Þorsteinsson Þrír ítalskir ferðamenn hafa gengist við utanvegaakstri sem reyndur maður hefur sagt hafa valdið verstu ummerkjum sem hann hefur séð. Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan: Umhverfismál Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Í byrjun vikunnar var tilkynnt um ljót ummerki utanvegaaksturs á Kverkfjallaleið norðan Vatnajökuls. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs sem man tímana tvenna segir ummerkin með þeim verstu sem hann hafi séð. Ferðamennirnir virðast hafa ekið í hringi sér til yndisauka.Þórhallur Þorsteinsson Lögreglan á Húsavík leit málið alvarlegum augum og fór strax í leit að sökudólgum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hafði hún fljótlega upp á þeim og reyndust það hafa verið þrír ítalskir ferðamenn sem voru að verki. Haft er eftir Hreiðari Hreiðarssyni, aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík, að mennirnir hafi játað verknaðinn enda hafi verið greinileg ummerki um utanvegaakstur á hjólbörðum bíls eins þeirra. Ummerkin hafi bent til þess að djúpir slóðar hefðu verið markaðir á þremur stöðum hið minnsta, á Kverkfjallavegi inn af Möðrudal, á gatnamótunum við Herðubreiðartöglin og við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga. Hreiðar segir skemmdirnar hafa verið verstar við Upptyppinga. Sektir hlaupa á hundruðum þúsunda Haft er eftir Hreiðari að Ítölunum verði gert að greiða háar sektir. Lögreglan á Húsavík flokki brot af þessu tagi í þrjá flokka og brot Ítalanna lendi í flokki tvö sem ber með sér sektir upp á 250 þúsund krónur fyrir hvert tilvik. Því er ljóst að aksturinn mun reynast Ítölunum dýrkeyptur. Hreiðar segir að aðeins í þeim tilvikum sem unnin eru spjöll á grónu landi séu hæstu leyfilegum sektum beitt en þær nema 500 þúsund krónum. Hann telur að kynna ætti betur fyrir ferðamönnum sem koma hingað til lands að utanvegaakstur sé stranglega bannaður, ekki síst fyrir pyngjur þeirra. Það versta á áratugaferli Þórhallur Þorsteinsson hefur verið á kafi í ferðaþjónustu á Austurlandi svo áratugum skiptir. Hann birti í fyrradag myndir á Facebook-síðu sinni sem sýna utanvegaaksturinn á Kverkfjallaleið. „Þessar myndir sýna ekki nema lítið af þeim utanvegaakstri sem er á svæðinu. Ég myndaði bara það versta. Það er nóg myndefni til viðbótar,“ sagði Þórhallur í samtali við Vísi í gær. Hann hefur fylgst vel með svæðinu frá árinu 1988. Honum er ekki skemmt og er langþreyttur á aðgerðarleysi þeirra sem ráði för. Myndir af skemmdunum má sjá í fréttinni hér að neðan:
Umhverfismál Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira