Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2022 10:34 Hin 36 ára Sanna Marin tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2019. Getty Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa. Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Sjá meira
Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa.
Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Sjá meira
Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00