Nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar lofar hressleika í bland við skynsemi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 15:01 Þorgrímur Smári mun ekki þurfa að nota harpix á komandi leiktíð. Vísir/Elín Björg Þorgrímur Smári Ólafsson mun bregða sér í nýtt hlutverk í vetur. Í stað þess að djöflast á parketinu mun hann sitja í setti upp á Suðurlandsbraut, eða á vellinum, og fara með þjóðinni yfir það sem hefur gerst í Olís deild karla. Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Þorgrímur Smári er nýjasti meðlimur Seinni bylgjunnar og er mjög spenntur fyrir verkefninu sem hann segir þó að verði með „öðruvísi augum og hreyfingu“ en áður. Aðspurður hvernig þetta hefði komið til þá þakkar hann Guðjóni Guðmundssyni eða „afa Gaupa“ eins og hann – og fleiri meðlimirSeinni bylgjunnar – kalla manninn sem hefur prýtt skjái landsmanna lengur en elstu menn muna. „Ég hitti afa Gaupa á einhverjum Valsleiknum í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð. Við áttum smá spjall og hann sagði að hann hefði látið strákana í Seinni bylgjunni vita af mér. Sagði að ég hefði ekkert betra að gera hvort eð er,“ sagði Þorgrímur Smári er íþróttadeild náði tali af honum. „Þetta verður gaman, nú verður maður að fylgjast með,“ bætti hann við. „Þó allir þjálfarar deildarinnar séu ekki alltaf sáttir þá er það fyrir öllu að fólkið í kringum handboltann, sama hvort það séu húsverðir, fólkið upp í stúku eða hver annar, hafi gaman af og finnist þetta skemmtilegt,“ sagði Þorgrímur Smári um Seinni bylgjuna. Þorgrímur Smári á síðustu leiktíð.Vísir/Elín Björg Búandi á Íslandi þá hafa menn oftar en ekki tengingar í ákveðin lið. Ásamt því að hafa spilað með Fram á síðustu leiktíð þá starfar Þorgrímur Smári hjá félaginu sem verkefna- og rekstrarstjóri. „Munum eflaust eitthvað reyna stýra því (hversu mikið hann mun tala um Fram). En eg mun sjalfsögðu ekki tjá mig um málefni sem ég má ekki tala um.“ Menn setja sig oft í ákveðnar stellingar er kemur að því að vera í hlutverki „sérfræðings.“ Hvernig sérfræðingur ætlar Þorgrímur Smári að vera? „Ég ætla bara að vera hress í bland við að segja eitthvað skynsamlegt og áhugasamt. Vera hress og skemmtilegur er svona planið í grunninn en það getur þó verið að sumir fái að heyra það. Lárus Helgi, bróðir minn, er líklegur til að fá þyngstu dómana frá mér í vetur. Annars ætla ég að vera sanngjarnt og horfa jákvæðum augum á handboltavertíðina hér á landi.“ Það lá því beint við að spyrja Þorgrím Smára að endingu hvort aðrir leikmenn myndu fá sérmeðferð. „Það fer eftir hversu góðir menn eru við mig, hversu góðir þeir eru að sleikja mig upp. Atli Báruson gæti til að mynda fengið sérmeðferð ef hann gerir litla baðherbergið mitt að einkar fallegu baðherbergi,“ sagði Þorgrímur Smári og hló. Olís deild karla hefst 8. september með fjórum leikjum. Verða tveir leikir sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Fram og Selfoss verður í beinni klukkan 18.00 og FH-Stjarnan klukkan 19.40. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Handbolti Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni