Leicester neitar að selja sína bestu menn þrátt fyrir gylliboð Chelsea og Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Newcastle United vill fá James Maddison. EPA-EFE/ANDY RAIN Tveir af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið orðaðir við Chelsea annars vegar og Newcastle United hins vegar. Leicester neitar hins vegar að selja þó félögin séu tilbúin að greiða morðfjár fyrir leikmennina. Miðvörðurinn Wesley Fofana er eftirsóttur en Thomas Tuchel vill fá hann til Chelsea. Lundúnaliðið hefur tvívegis boðið í leikmanninn en í bæði skiptin hefur tilboðunum verið hafnað. Talið er að Chelsea hafi boðið um 70 milljónir punda í þennan 21 árs gamla varnarmann. „Hann er ekki til sölu, félagið hefur gefið það skýrt út. Nema eitthvað breytist þá býst ég við því að hann verði áfram hér,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Leicester um málið. Er hann var spurður út í fréttirnar varðandi pirring Fofana og hvort leikmaðurinn vildi fara frá félaginu sagði Rodgers: „Hann hefur ekki beðið um að fá að fara. Hann er frábær strákur, elskaður og dáður af liðsfélögum sínum. Hann er enn að þróa sinn leik og á bara eftir að verða betri.“ Chelsea vill Wesley Fofana.EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fofana er ekki eini leikmaður Leicester sem eftirsóttur en Eddie Howe vill ólmur fá sóknarþenkjandi miðjumanninn James Maddison í sínar raðir. Þessi 25 ára leikmaður var frábær á síðari hluta síðasta tímabils og var Newcastle tilbúið að greiða á milli 45 til 50 milljónir punda til þess að fá Maddison upp til Norður-Englands. Maddison á tvö ár eftir af samning og nú þegar er talað um að Leicester sé tilbúið að bjóða honum lengri og betri samning. Það er því spurning hvað Sádarnir í Newcastle gera en það er deginum ljósara að þeir geta boðið mun hærri laun en Leicester. Leicester City er með eitt stig þegar tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Miðvörðurinn Wesley Fofana er eftirsóttur en Thomas Tuchel vill fá hann til Chelsea. Lundúnaliðið hefur tvívegis boðið í leikmanninn en í bæði skiptin hefur tilboðunum verið hafnað. Talið er að Chelsea hafi boðið um 70 milljónir punda í þennan 21 árs gamla varnarmann. „Hann er ekki til sölu, félagið hefur gefið það skýrt út. Nema eitthvað breytist þá býst ég við því að hann verði áfram hér,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Leicester um málið. Er hann var spurður út í fréttirnar varðandi pirring Fofana og hvort leikmaðurinn vildi fara frá félaginu sagði Rodgers: „Hann hefur ekki beðið um að fá að fara. Hann er frábær strákur, elskaður og dáður af liðsfélögum sínum. Hann er enn að þróa sinn leik og á bara eftir að verða betri.“ Chelsea vill Wesley Fofana.EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fofana er ekki eini leikmaður Leicester sem eftirsóttur en Eddie Howe vill ólmur fá sóknarþenkjandi miðjumanninn James Maddison í sínar raðir. Þessi 25 ára leikmaður var frábær á síðari hluta síðasta tímabils og var Newcastle tilbúið að greiða á milli 45 til 50 milljónir punda til þess að fá Maddison upp til Norður-Englands. Maddison á tvö ár eftir af samning og nú þegar er talað um að Leicester sé tilbúið að bjóða honum lengri og betri samning. Það er því spurning hvað Sádarnir í Newcastle gera en það er deginum ljósara að þeir geta boðið mun hærri laun en Leicester. Leicester City er með eitt stig þegar tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira