Lewandowski stoppaði bílinn sinn fyrir utan æfingasvæðið til að leyfa stuðningsmönnum Barca að taka mynd af sér með honum og Pólverjinn gaf sér þarna tíma með fólkinu. Hann hefði betur sleppt því.
Having only just moved to @FCBarcelona, @lewy_official had an unpleasant encounter as he had a 70,000 watch stolen while he stopped to pose for photographs with fans!https://t.co/yX9xL3IXtY
— ESPN Asia (@ESPNAsia) August 19, 2022
Lewandowski fékk nefnilega fljótt að kynnast hinni hliðinni á ágengum stuðningsmönnum því þar leynast líka mjög óheiðarlegir aðilar.
Einn af þeim opnaði dyrnar farþegamegin og stal úri Lewandowski sem var í framsætinu.
Þetta var ekkert venjulegt úr því það kostar sjötíu þúsund evrur eða tæpar tíu milljónir íslenskra króna.
Lewandowski byrjaði á því að reyna að elta þjófinn en missti af honum.
Apparently Lewandowski's phone got robbed at the entrance of the Barça sports city ahead of this evening's training session.
— AUGUSTUS (@Der_Augustus) August 18, 2022
Lewandowski stopped to take a selfie with two Barca fans, who took the opportunity to reach into his car and snatch his phone. pic.twitter.com/YuPZBj51Fl
Lögreglan elti hins vegar þjófinn uppi og handtók hann en þá hafði hann falið úrið með því að grafa það í jörðu í nágrenninu.
Þetta atviki þýðir að Barcelona mun nú herða öryggisreglur sínar og eflaust hefur þessi þjófur séð til þess að stuðningsmenn munu hafa minna aðgengi að goðum sínum hér eftir.