Dagskrá kvöldsins hefur nú verið afhjúpuð. Pétur Valmundar, DJ frá Bylgjunni, og matarvagnar frá Götubitanum mæta í garðinn kl 17.00 og byrja tónleikarnir kl 18.30.
Emmsjé Gauti stígur fyrstur á svið og Eyþórsdætur, fulltrúar okkar í Eurovision í ár, syngja saman þar á eftir. Herra Hnetusmjör mætir þá á sviðið og á eftir honum er Jón Jónsson en með honum á svið stígur Klara Elias, höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár.
Svala stígur á svið 20:40 og Helgi Björns tekur svo lagið ásamt góðu fólki. Hljómsveitin Stjórnin mun svo loka kvöldinu. Það ættu því allir að geta hlustað á tónlist við sitt hæfi.

18:30 Emmsjé Gauti
19:05 Eyþórsdætur
19:30 Herra Hnetusmjör
20:05 Jón Jónsson og Klara Elias
20:40 Svala
21:20 Helgi Bjöss og co
22:00 Stjórnin
Jóhann Örn Ólafsson og Ósk Gunnarsdóttir bera hitann og þungann af þessum tónleikum og ræddu þau verkefnið í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Umfjöllun okkar um Menningarnótt má svo lesa HÉR!