Alexandra var leikmaður þýska liðsins Eintracht Frankfurt en yfirgaf félagið á dögunum eftir eitt og hálft ár. Hún var á láni hjá Blikum í sumar í aðdraganda Evrópumótsins þar sem hún var í íslenska hópnum og kom við sögu í tveimur leikjum af þremur.
Heimildir Fótbolta.net herma að Alexandra sé að fara til Fiorentina og að hún sé byrjuð að æfa með félaginu.
Þorsteinn Halldórsson valdi Alexöndru í landsliðshópinn sinn í dag og sagði á blaðamannafundi að hann vissi í hvaða félag hún væri að fara án þess að vilja gefa það upp.
Alexandra er 22 ára miðjumaður sem hefur verið hluti af íslenska landsliðinu síðan sumarið 2019.