Einn nýliði í hópnum gegn Spáni og Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 16:12 Tryggvi Snær Hlinason er á sínum stað í íslenska hópnum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið 12 leikmenn og einn varamann fyrir komandi leiki við Spán og Úkraínu í undankeppni HM. Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Einn nýliði er í íslenska hópnum en það er Hilmar Pétursson sem í sumar fór frá Breiðabliki til þýska liðsins Muenster. Ísland á möguleika á þeim sögulega árangri að komast á HM nú þegar seinna stig undankeppninnar er að hefjast. Liðið tók þangað með sér sigrana tvo gegn Hollandi og sigurinn gegn Ítalíu (og tapið) af fyrra stigi undankeppninnar. Staðan í riðli Íslands. Tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland vann báða leiki sína gegn Hollandi og annan leikinn gegn Ítalíu en tapaði hinum með meiri mun. Nú á liðið eftir alls sex leiki gegn liðunum úr öðrum riðli; Spáni, Úkraínu og Georgíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.Skjáskot/Wikipedia Á seinna stiginu leikur Ísland alls sex leiki, gegn Spáni, Úkraínu og Georgíu. Liðið byrjar á útileik gegn Spáni næsta miðvikudag og á svo heimaleik gegn Úkraínu laugardaginn 27. ágúst í Ólafssal, og er miðasala hafin í gegnum appið Stubbur. Íslenska liðið er án Martins Hermannssonar sem sleit krossband í hné í vor en hópurinn sem Craig valdi er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Landsliðshópur Íslands: Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson Fyrirkomulag keppninnar Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Elvar Már Friðriksson · Rytas Vilnius, Litháen (59) Haukur Helgi Briem Pálsson · Njarðvík (70) Hilmar Pétursson · Muenster, Þýskalandi (Nýliði) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (93) Jón Axel Guðmundsson · Hakro Merlins Crailsheim, Þýskaland (20) Kári Jónsson · Valur (26) Kristófer Acox · Valur (46) Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll (22) Styrmir Snær Þrastarson · Davidson, USA (3) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spáni (52) Þórir G. Þorbjarnarsson · Ovideo, Spáni (18) Ægir Þór Steinarsson · CB Lucentum Alicante, Spáni (74) 13. leikmaður liðsins: Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar (57) Þjálfari: Craig Pedersen Aðstoðarþjálfari: Hjalti Þór Vilhjálmsson og Baldur Þór Ragnarsson Sjúkraþjálfari: Valdimar Halldórsson · Atlas Endurhæfing Læknir: Hallgrímur Kjartansson Sóttvarnarfulltrúi FIBA: Jón Bender Fararstjórn og liðsstjórn: Hannes Jónsson og Kristinn Geir Pálsson
Ísland var upprunalega í H-riðli með Rússlandi, Ítalíu og Hollandi og komst áfram í aðra umferð líkt og Ítalía og Holland, en Rússland var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Ísland vann tvo leiki gegn Hollandi og einn gegn Ítalíu og tekur með sér stigin sín. Liðin sem sameinast Íslandi, Ítalíu og Hollandi í nýjum sex liða riðli eru Spánn, Georgía og Úkraína. Þrjú efstu þessara liða eftir aðra umferð, þar sem liðin leika gegn hinum nýju liðum heima og að heiman, leika á HM næsta sumar. Alls verða það 12 evrópsk lið sem leika á HM sem fram fer í Japan, Indónesíu og á Filipseyjum.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira