Sá sem var drepinn í skotárásinni í Malmö hátt settur í glæpagengi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 20. ágúst 2022 11:35 Fimmtán ára drengur hefur verið handtekinn grunaður um árásina. EPA-EFE/JOHN NILSSON Karlmaður sem lést í skotárás í verslunarmiðstöð í Malmö í gær er talinn hafa verið skotmark árásarinnar. Samkvæmt sænskum miðlum er maðurinn mikilvægur í glæpagenginu Satudarah. Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu. Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Kona sem er alvarlega særð eftir árásina var gangandi vegfarandi í fríi og tengdist málinu ekkert. Ástand konunnar er sagt stöðugt en hún liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi. Fleiri hundruð gestir verslunarmiðstöðvarinnar Emporia flúðu staðinn í skelfingu eða földs sig síðdegis í gær þegar skothljóðin hófu að heyrast. Þær stóðu ekki lengi, lögreglan var komin á vettvang örfáum mínútum síðar, og tuttugu mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af var fimmtán ára piltur handtekinn, grunaður um að hafa verið að verki. Sá sem pilturinn skaut til bana var þrjátíu og eins árs frammámaður í genginu Satudarah Assasins samkvæmt Sydsvenska Dagbladet en konan sem var illa særð virðist hafa verið skotin óvart. Árásarmaðurinn, fimmtán ára piltur frá Gautaborg, hefur áður komið við sögu lögreglu og var að sögn fjölmiðla á flótta úr haldi yfirvalda. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að nú sé gengið út frá því að pilturinn hafi verið einn að verki en að vel geti verið að aðrir kunni að hafa komið að málinu. Ástandið í Malmö er að sögn lögreglustjórans orðið virkilega alvarlegt, fólk upplifi óöryggi á stöðum eins og í verslunarmiðstöðvum og að gera þurfi allt mögulegt til að stöðva innlimun ungmenna í glæpaheiminn. Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar mun í dag funda með Stenkula um ofbeldisölduna sem ríður yfir Malmö. Ríki og lögregla þurfi að hennar sögn að taka höndum saman til að bregðast við ástandinu.
Svíþjóð Tengdar fréttir Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41 Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30 Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Telja manninn sem lést hafa verið skotmark árásarmannsins Kona sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Malmö eftir að hafa verið skotin í verslunarmiðstöðinni Emporia í gær var almennur vegfarandi að sögn lögreglu. Konan er enn á sjúkrahúsi en ástand hennar sagt stöðugt og hún ekki lengur talin í lífshættu. Maður sem lést af sárum sínum í gær er talinn hafa verið skotmark árásarmannsins. 20. ágúst 2022 09:41
Einn er látinn eftir skotárásina Karlmaður lést af sárum sínum sem hann hlaut þegar árásarmaður, sem sagður er vera aðeins fimmtán ára gamall, hóf skothríð í verslunarmiðstöð í Malmö síðdegis. 19. ágúst 2022 20:30
Slökktu ljósin og földu sig á meðan byssumanns var leitað Nokkrir Íslendingar voru á meðal þeirra sem földu sig eftir að skotum var hleypt af í verslunarmiðstöðinni Emporia í miðbæ Malmö í Svíþjóð. Hið minnsta einn hefur verið handtekinn, karlmaður undir lögaldri, og tveir eru sagðir alvarlega særðir. 19. ágúst 2022 16:56