Stóraukin aðsókn í neyðarskýlin í sumar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 20:00 Fólk hefur sofið í stólum og sófum í neyðarskýlinu þar sem nýting hefur farið fram úr því sem húnsæðið leyfir. vísir/Egill Ásókn í neyðarskýli borgarinnar hefur stóraukist í sumar og nýting farið langt yfir það sem húsnæðin leyfa. Til stendur að opna nýtt úrræði í miðbænum sem á að vera nokkurs konar frumstig í átt að búsetu. Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía. Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hvert horn er þétt skipað í gistiskýlinu á Lindargötu, þar sem 23 karlar geta gengið að rúmi til að sofa í. Þar að auki er gert ráð fyrir tveimur neyðarplássum, eða aðstöðu í sameiginlegu rými. Í hinu gistiskýlinu á Granda eru þrettán rúm en tvö rými í neyð. Aðsókn í skýlin hefur aukist verulega í vor og í sumar. „Sem kom okkur svolitið á óvart. Við höfum síðustu ár verið að sjá aukningu á þessu tímabili en þessi aukning var umfram þá aukningu,“ segir Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Engar haldbærar skýringar eru á þróuninni og ekki virðist hafa fjölgað í hópi heimilislausra samkvæmt tölfræðinni. Samkvæmt nýjustu tölum borgarinnar frá október í fyrra eru 214 karlar heimilislausir og um þriðjungur þeirra sækir í neyðargistingu. Soffía telur erfiðar aðstæður á leigumarkaði þó líklega spila inn í. „Við erum náttúrulega að koma út úr heimsfaraldri, þar sem það var greiðara aðgengi að gistiheimilum og öðru. Það var auðvitað að hverfa svolítið við sumarbyrjun.“ Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg.vísir/Sigurjón Reynt er að koma öllum að og þegar fjöldinn er hvað mestur hefur nýting verið allt að helmingi meiri en gert er ráð fyrir. „Við höfum mikið lent í því að við höfum jafnvel þurft að nýta sófa eða stóla þegar rýmið býður ekki upp á annað vegna þess að stefnan hefur verið að vísa engum á dyr. Svo að hér hefur fólk verið að sofa í stólum eða sérútbúnum sófum eða öðru. Sem er auðvitað ekki gott þegar fólk á langan dag að baki og óskar ekki neins nema bara hvíldar yfir nóttina.“ Það hefur þó komið til þess að fólki hefur verið vísað frá og Soffía segir strembið þegar stórum og fjölbreyttum hópi fólks er komið fyrir í þröngum aðstæðum. Samkvæmt nýju minnisblaði velferðarsviðs hefur þetta valdið erfiðleikum við að tryggja öryggi gesta og starfsfólks og atvikaskráningum hefur fjölgað. Nýtt neyðarhúsnæði Til stendur að opna nýtt neyðarhúsnæði fyrir allt að átta menn miðsvæðis í haust, sem verður það fyrsta af sínum toga fyrir karla og er hluti af svokallaðri Housing first hugmyndafræði. „Og þar getum við mögulega losað aðeins um plássinn hér [í neyðarskýlum] og veitt fólki þetta frumstig í átt að búsetu, fólk er þá í raun og veru að hefja sína búsetu og fær stuðning við það þar sem starfsmenn eru,“ segir Soffía.
Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira