Sómalski herinn batt enda á umsátur um hótel í Mogadishu Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 08:40 Hópur hermanna á vakt í miðbæ Mogadishu í Sómalíu. AP/Farah Abdi Warsameh Yfirvöld í Sómalíu bundu í gærkvöldi enda á blóðuga árás á hótel í höfuðborginni Mogadishu. Talið er að um tuttugu manns hafi verið drepnir þegar árásarmenn réðust inn í Hayat hótel og héldu gestum þess í gíslingu í meira en þrjátíu klukkustundir. Hópur árásarmanna réðust inn á Hayat-hótelið í Mogadishu í fyrrakvöld vopnaðir byssum og sprengdu sprengjur. Í kjölfarið sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem þeir hótuðu að drepa alla gestina. Öryggissveitir sómalska hersins brugðust við árásinni og létu sprengjum rigna á hótelið á meðan árásarmennirnir byrgðu sig inni í hótelinu. Rúmum þrjátíu klukkustundum náði herinn að yfirbuga árásarmennina. Ismael Abdi, hótelstjóri Hayat hótels, sagði við AP að þó umsátri árásarmannanna væri lokið væru öryggissveitir enn að vinna að því að tæma svæðið. En hótelið er illa farið eftir að öryggissveitir hersins létu sprengjum rigna yfir það í umsátrinu. Þekkt hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð Lögreglan hefur ekki enn gefið nákvæma útskýringu á því hvernig árásin átti sér stað og hvernig henni vatt fram. Þá er ekki heldur ljóst hvernig árásarmennirnir komust inn í hótelið. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem tengjast al-Qaida böndum, hafa hins vegar lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni sem er sú nýjasta í röð árása á staði sem embættismenn stjórnvalda hafa heimsótt. Árásin á hótelið er jafnframt fyrsta hryðjuverkaárásin í Mogadishu frá því Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, tók við stjórn landsins í maí eftir stjórnarkreppu. Eins og sjá má hér er Hayat hótel ansi illa farið eftir árásina.Getty/Abukar Mohamed Muhudin Sómalía Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Hópur árásarmanna réðust inn á Hayat-hótelið í Mogadishu í fyrrakvöld vopnaðir byssum og sprengdu sprengjur. Í kjölfarið sendu þeir frá sér tilkynningu þar sem þeir hótuðu að drepa alla gestina. Öryggissveitir sómalska hersins brugðust við árásinni og létu sprengjum rigna á hótelið á meðan árásarmennirnir byrgðu sig inni í hótelinu. Rúmum þrjátíu klukkustundum náði herinn að yfirbuga árásarmennina. Ismael Abdi, hótelstjóri Hayat hótels, sagði við AP að þó umsátri árásarmannanna væri lokið væru öryggissveitir enn að vinna að því að tæma svæðið. En hótelið er illa farið eftir að öryggissveitir hersins létu sprengjum rigna yfir það í umsátrinu. Þekkt hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð Lögreglan hefur ekki enn gefið nákvæma útskýringu á því hvernig árásin átti sér stað og hvernig henni vatt fram. Þá er ekki heldur ljóst hvernig árásarmennirnir komust inn í hótelið. Hryðjuverkasamtökin al-Shabab, sem tengjast al-Qaida böndum, hafa hins vegar lýst því yfir að þau beri ábyrgð á árásinni sem er sú nýjasta í röð árása á staði sem embættismenn stjórnvalda hafa heimsótt. Árásin á hótelið er jafnframt fyrsta hryðjuverkaárásin í Mogadishu frá því Hassan Sheikh Mohamud, forseti Sómalíu, tók við stjórn landsins í maí eftir stjórnarkreppu. Eins og sjá má hér er Hayat hótel ansi illa farið eftir árásina.Getty/Abukar Mohamed Muhudin
Sómalía Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira