Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2022 09:14 Mikill kraftur er í ferðaþjónustu á staðnum og hefur sumarið verið einstaklega gott hvað varðar heimsóknir ferðamanna á staðinn, enda fjörðurinn með þeim fallegri á Íslandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum. Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það eru nokkur ár síðan að Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson keyptu gamla frystihúsið á staðnum og breyttu því í glæsilegt gistiheimili, sem heitir Blábjörg og þar er líka veitingastaður. „Já, þetta hús er náttúrulega með mikla sögu hérna á Borgarfirði og með eina lengstu samfelldu kaupfélagssögu á Íslandi. Hér er nánast fullt á hverju kvöldi, fólk kemur og fær sér einn öllara, situr og spjallar og fer svo heim,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi eru að gera ótrúlega flotta hluti á staðnum. Þau eru til dæmis að byggja núna húsnæði með níu hótel herbergjum, auk þess sem þau eru með gistihús og íbúðir af mismunandi stærðum til leigu hjá sér. „Við erum bara mjög glöð með þetta. Það er líka gaman þegar vel gengur og móttökurnar góðar og eins og ég segi, að gefa þessum húsum nýtt líf og nýtt hlutverk því að eins og við vitum, kaupfélög og frystihús voru hjarta hvers bæjarfélags hérna áður fyrr.“ Blábjörg, gistiheimili og veitingastaður hjá Auði Völu og Helga, sem nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Auður og Helgi opnuðu í vor nýja bruggstofu og aðstöðu þar sem þau framleiða sinn eigin bjór og svo eru þau að eima bæði landa og gin. En Borgarfjörður eystri, hvers konar samfélag er það? „Bara dásamlegt samfélag, það er ofsalega gott að vera hérna. Það er eitthvað við þennan fjörð og þú færð mikla orku að vera hér. Við erum bara mjög stolt af því að vera að byggja þetta upp hér á Borgarfirði. Ég myndi hvergi vilja reka ferðaþjónustu annars staðar en hér á Borgarfirði,“ segir Auður Vala. Auður Vala og Helgi brugga sinn bjór sjálf og svo eru þau að eima bæði landa og gin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira