„Þetta er langþráður sigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2022 19:37 Jón Þór, þjálfari ÍA, var virkilega sáttur með sigurinn í dag Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. „Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“ ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
„Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“
ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Í beinni: Real Madrid - Atletico | Alvöru borgarslagur Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti