Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:47 Magnús Magnússon sóknarprestur Húnavatnsprestakalls segir allt samfélagið harmi slegið. Áfallateymi fundar í dag um frekari viðbrgöð í samfélaginu. Vísir Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum. Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum.
Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira