Koulibaly heldur áfram að safna rauðum spjöldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2022 16:45 Koulibaly vissi upp á sig sökina og missir af næsta leik Chelsea. EPA-EFE/ANDREW YATES Kalidou Koulibaly, miðvörður Chelsea, nældi sér í tvö gul spjöld og þar með rautt er Chelsea steinlá gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Leikmaðurinn er duglegur að safna spjöldum og má ætla að hann næli í fleiri rauð í treyju Chelsea á komandi misserum. Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Koulibaly er harður í horn að taka og hafði verið orðaður við stórlið í ensku úrvalsdeildinni í dágóðan tíma áður en Chelsea festi loks kaup á honum í sumar. Þessi 31 árs gamli varnarmaður á það hins vegar til að láta senda sig í sturtu og það tók hann aðeins þrjá leiki með Chelsea að næla í sinn fyrsta reisupassa. Staðan var orðin 3-0 Leeds í vil er Koulibaly fékk sitt annað gula spjald og því þurfti Chelsea að klára leikinn manni færri. Bæði spjöld hans voru í klaufalegri kantinum sem og þeim grófari miðað við að hann var aðeins að stöðva skyndisókn. Ef til vill vissu þeir sem völdin fara á Brúnni þetta er leikmaðurinn var sóttur til Napoli en hann hefur verið duglegur að safna rauðum spjöldum þar. Reisupassinn sem hann fékk gegn Leeds var sá sjötti sem Koulibaly fær síðan haustið 2017. Enginn leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu hefur fengið fleiri rauð spjöld á þeim tíma. 6 - Since the start of the 2017-18 season, Kalidou Koulibaly has been sent off six times in Serie A and the Premier League combined - the most of any player in the big-five European leagues in this time. Dismissed. pic.twitter.com/ZTnXN0qJyN— OptaJoe (@OptaJoe) August 21, 2022 Thomas Tuchel þarf nú að gera breytingar í varnarlínu sinni en lið hans hefur fengið fimm mörk á sig í síðustu tveimur leikjum, eitthvað sem er ekki boðlegt að mati Tuchel. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjinn bregst við en Chelsea hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni. Takk og bless.Robbie Jay Barratt/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira