En einnig opnaði Swimslow sýningarrými og vellíðunarstúdíó við Seljaveg 2 fyrr í sumar. Þar deilir merkið fallegu rými með Rvk Ritual og Jöru stjörnuspekingi. Swimslow fagnaði nýju línunni í versluninni Andrá við laugaveg þann 6. ágúst síðast liðinn og má sjá myndir frá viðburðinum neðar í fréttinni.

Ný herferð Swimslow var mynduð af Silju Magg á Langasandi á Akranesi og í nýju fallegu sjóböðunum við Hvammsvík í Kjósinni. Fyrirsæturnar Kristín Lilja Sigurðardóttir og Tamara Akinyi frá Eskimo Models sitja fyrir í herferðinni en Helena Jónsdóttir sá um hár og förðun. Aðstoðarljósmyndari Silju Magg var Magnús Óli Sigurðsson.

„Nýju sundbolirnir eru fágaðir með einfaldleikann í fyrirrúmi. Þeir eru í virkilega klæðilegum sniðum og gæddir fallegum smáatriðum. Nýju bolirnir eru ekki með brjóstaskálum og ættu því að passa flestum líkamsgerðum og henta konum einstaklega vel sem vinna í vatni. Svo ef konum vantar sundbol til þess að synda, fara í sjósund, slaka á í gufunni, eru á leið í sólina eða langar bara einfaldlega að skvízast - þá reddar Swimslow málunum,“ segir um nýju línuna.

Swimslow er sjálfbært sundafatamerki stofnað og hannað af Ernu Bergmann. Sundbolir Swimslow eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum gæðefnum. Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverfið. Þráðurinn í efni sundbolanna er meðal annars unnin úr notuðum teppum og fiskinetum sem er bjargað úr sjónum og er OEKO-TEX® vottað og hugað er að hverju smáatriði við hönnun og framleiðslu.

Hugmyndafræði Swimslow sprettur út frá baðmenningu Íslendinga þar sem sundföt eiga við allan ársins hring. Hönnuðurinn fékk innblástur úr tíðum sundferðum og heimsóknum í gufuböð og viðarsánur.

„Sundbolirnir eru klassískir og áreynslulausir í sniðum og faðma kvenlíkamann í öllum sínum myndum. Swimslow-sundbolirnir eru hugsaðir fyrir allar konur sem vilja láta sér líða vel og bera virðingu fyrir umhverfinu. Swimslow leggur mikla áherslu á að láta konum líða vel og hvetur konur til þess að næra sjálfar sig og gefa sér tíma í sjálfsrækt.“

Sundbolirnir eru til sölu í Andrá við Laugaveg, verslun Kormáks og Skjaldar í Gróðurhúsinu í Hveragerði og Leifstöð, í spa-inu á Edition Hótelinu við Hafnartorg og á heimsasíðu merkisins swimslow.com. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir frá afmælisviðburðinum.
















