Vann EM og lagði skóna á hilluna Atli Arason skrifar 22. ágúst 2022 23:30 Ellen White með Evrópumeistaratitilinn. Getty Images Enski framherjinn Ellen White gaf það út fyrr í dag að hún ætlar að leggja knattspyrnuskónna á hilluna og snúa sér að öðrum málum. „Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
„Þetta hefur verið ein erfiðasta ákvörðun lífs míns en ákvörðun sem ég veit að er sú rétta fyrir mig. Þessa ákvörðun hefur mig alltaf dreymt um að taka á mínum eigin forsendum og þetta er minn tími til að kveðja fótboltann og fylgjast með næstu kynslóð skína,“ skrifaði White í hjartnæmri færslu á Twitter. Í færslunni þakkar Ellen White öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á hennar langa og farsæla knattspyrnuferli. White er 33 ára gömul en hún spilaði meðal annars með Chelsea, Arsenal og Manchester City á sínum ferli. White er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi en sem knattspyrnukona hefur hún þurft að fara í gegnum alls konar mótlæti til að komast á þann stall sem hún er í dag sem ein sú besta sem hefur spilað leikinn. White hefur þrisvar verið valin sú besta á Englandi en enginn leikmaður, karla eða kvenna, hefur skorað fleiri mörk á stórmóti fyrir England heldur en Ellen White. „Þú verður ekki að vera best/ur í einhverju til að gera drauma þína að veruleika, sjáðu bara mig. Dugnaður, metnaður og ástríða er frábær uppskrift. Ekki láta einhvern segja þér að þú getur ekki gert eitthvað. Mér var einu sinni sagt að ég gæti ekki spilað með strákum og myndi aldrei spila fyrir enska landsliðið. Nú er ég að leggja skónna á hilluna sem Evrópumeistari, með 113 landsleiki á bakinu og 52 mörk fyrir England,“ skrifaði White, en færsluna hennar í heild má sjá hérna að neðan. Thank You Football… pic.twitter.com/WmeDGeX9zT— Ellen White (@ellsbells89) August 22, 2022 Ellen White has scored more goals for the #Lionesses than any other player (52).No man or women has scored more goals at senior major international tournaments for England (10).Enjoy retirement, @ellsbells89. 🕶 pic.twitter.com/nB67QdMta2— Squawka (@Squawka) August 22, 2022
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira