Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun