Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 23. ágúst 2022 09:30 Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Vegagerð Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Venjan hefur verið sú að ríkið hefur lagt vegi á Íslandi fyrir skattfé og kostað rekstur þeirra. Notkun veganna hefur síðan verið gjaldfrjáls en gjald hefur verið lagt á eldsneytið, bensín og díselolíu. Þetta gjald er nú orðinn almennur skattur sem spornar gegn mestu ógn jarðarinnar, loftslagshlýnun. Þessi skattur er ekki lengur eyrnamerktur vegagerð frekar en aðrir almennir skattar eru eyrnamerktir ákveðnum útgjöldum. Ef tekið er veggjald í dýrum samgöngumannvirkjum svo sem jarðgöngum má spyrja hvað gjaldið eigi að greiða. Á það að greiða stofnkostnaðinn? Eða rekstrarkostnaðinn? Eða hvort tveggja? Þar sem jarðgöng eru óhemju dýr í framkvæmd er réttlætanlegt að nota veggjald til að greiða stofnkostnaðinn. En eru rök fyrir því að veggjald eigi einnig að borga rekstrarkostnaðinn? Eins og áður sagði er hefðin í vegagerð að hvort tveggja er greitt úr ríkissjóði, stofnkostnaðurinn og rekstrarkostnaðurinn og það er stórt skref að láta vegfarendur greiða stofnkostnaðinn þótt rekstrarkostnaðurinn væri áfram greiddur úr ríkissjóði. Stofnkostnaðurinn eru stóru peningarnir, reksturinn eru litlu peningarnir. Rekstrarkostnaður vegganga felst fyrst og fremst í rafmagni vegna lýsingar og fl., viðhaldi á búnaði og endurmalbikun. Malbikið endist betur í jarðgöngum en á almennum vegum. Lýsing er víða á vegum, ekki bara í jarðgöngum. Veggöng leiða síðan nánast alltaf af sér lægri rekstrarkostnað á veginum sem göngin leysa af hólmi. Það þarf vetrarþjónustu á öllu vegakerfinu nema í jarðgöngum. Því má spyrja: er sanngjarnt að vegfarendur jarðganga greiði rekstur þeirra? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða lýsingu heldur en vegfarendur á öðrum upplýstum vegum, t.d. Keflavíkurveginum? Af hverju ættu vegfarendur í jarðgöngum frekar að greiða fyrir endurmalbikun en aðrir, ekki síst þar sem sá kostnaður er minni í jarðgöngum? Auðvitað er í jarðgöngum ýmiss dýr búnaður sem er ekki á öðrum vegum en svarið blasir samt við. Það er ekki sanngjarnt að veggjald sé notað í rekstrarkostnað í veggöngum. Að minnsta kosti ekki nema að hluta. Veggjald ætti einungis að nota til að greiða stofnkostnaðinn. Að lokum verður að benda á hvað 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði á 15 árum er lágt. Frá því að hafið var að grafa Múlagöng á miðju ári 1988 hafa verið grafnir 49,6 km af veggöngum á landinu með framlagi úr ríkissjóði (Hvalfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng undanskilin). Á 34 árum hafa því verið grafnir um 1,5 km/ári að meðaltali. Með 25 Gkr á 15 árum yrði þessi tala lægri en 0,7 km/ári þar sem jarðgangakostnaður var um 2,5 Gkr/km áður en Rússar réðust á Úkraínu. Hann er hærri nú. Getum við Íslendingar, fleiri og ríkari en áður, ekki kostað úr ríkissjóði nema 0,7 km af jarðgöngum ár hvert? En gátum kostað 1,5 km/ári þegar við vorum færri og mun efnaminni? 25 Gkr á 15 árum úr ríkissjóði lýsir því áhugleysi á jarðgangagerð á Íslandi. Það er miður. Vonandi verður meiri áhugi sýndur í verki næstu ár. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun