Skattkerfið hygli þeim tekjuháu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 11:54 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra landsins og hefur sem slíkur mikið um það að segja hvernig skattheimtu ríkissjóðs er háttað. vísir/vilhelm Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag vekur Gunnar Smári Egilsson meðal annars máls á þessu. Hann tekur Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, sem dæmi og vísar í tekjulista Stundarinnar máli sínu til stuðnings, sem tekur fjármagnstekjur inn í reikninginn. Í umfjöllun Stundarinnar er sjónum einnig beint að þeim annmarka á tekjublöðunum, að ekki sé litið til fjármagnstekna, og því birt villandi mynd af tekjum ríkustu manna landsins. Þess ber þó að geta að í helstu tekjublöðum er fyrirvari um að þau taki aðeins til tekna sem bera útsvar. Hátekjumenn borgi lægra hlutfall Samkvæmt útsvari, eins og það birtist í álagningaskrám, var Guðmundur í Brim með um 3,6 milljónir króna í launatekjur, það sama og birtist í tekjublaðinu. Samkvæmt samantekt Stundarinnar var Guðmundur með rúmar 72 milljónir í fjármagnstekjur á mánuði sem gerir samtals um 913,7 milljónir króna í árstekjur, „álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum,“ bendir Gunnar Smári á. Gunnar Smári Egilssonvísir/vilhelm „Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt,“ skrifar Gunnar Smári og ber það hlutfall saman við meðallaun á Íslandi, um 635 þúsund. Af þeim tekjum hafi fólk borgað 158 þúsund krónur í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum. Guðmundur hafi því borgað lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Hin ríku hafi snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum, segir Gunnar Smári. Mun hærri skattur í nágrannalöndum Hann bendir einnig á að í Danmörku þyrfti Guðmundur að borga mun meira í skatt, eða um 42,34% af tekjum sínum, þar sem fjármagnstekjuskattur sé umtalsvert hærri. Sama sé uppi á teningnum í Noregi og Svíþjóð, þar sem Guðmundur myndi borga mun meiri skatt af tekjum sínum, en þó með öðrum hætti þar sem auðlegðaskattur legðist á hreina eign Guðmundar. Guðmundur Kristjánsson er tekinn sem dæmi í grein Gunnars Smára.vísir/vilhelm „Ef við drögum þetta saman þá borgar auðmaður á borð við Guðmund í Brim skatt sem er 22,83% af tekjum hans á Íslandi, 42,34% í Danmörku, 64,67% í Noregi og 77,40% í Svíþjóð.“ Að lokum bendir Gunnar Smári á að hann taki einungis Guðmund sem dæmi, þessi samanburður eigi við um alla helstu hátekjumenn hverra tekjur eru ekki tilkomnar vegna einskiptis sölu á fyrirtæki. „Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur,“ segir í lok greinarinnar en ekki náðist í Guðmund Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar. Ríka og fræga fólkið með mun hærri laun Svipað er inntakið í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um fjármagnstekjur og sérstaklega vikið að því hve lágar tekjur þekktra listamanna virðast í helstu tekjublöðum. Algengt sé meðal listamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga, að stofna svokölluð samlagsfélög utan um starfsemi sína. Páll Óskar, Bríet og Herra Hnetusmjör eru tekin sem dæmi en öll eru þau sögð vera með laun sem nema um nokkrum hundruðum þúsunda. Öll eigi þau sameiginlegt að reka samlagsfélög utan um starfsemi sína, sem velta tugum milljónum. Tekjur í gegnum slík félög birtast aldrei á hefðbundnum tekjulistum, nema þær séu greiddar út sem hefðbundnar launatekjur. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að fyrir arðgreiðslur úr fyrrgreindum samlagsfélögum sé aðeins greiddur fjármagnstekjuskattur. Hið rétta er að fjármagnstekjuskattur (22%) er greiddur af mótteknum arði eftir að greiddur hefur verið tekjuskattur af hagnaði (20%). Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Skattar og tollar Sjávarútvegur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í dag vekur Gunnar Smári Egilsson meðal annars máls á þessu. Hann tekur Guðmund Kristjánsson, forstjóra Brims, sem dæmi og vísar í tekjulista Stundarinnar máli sínu til stuðnings, sem tekur fjármagnstekjur inn í reikninginn. Í umfjöllun Stundarinnar er sjónum einnig beint að þeim annmarka á tekjublöðunum, að ekki sé litið til fjármagnstekna, og því birt villandi mynd af tekjum ríkustu manna landsins. Þess ber þó að geta að í helstu tekjublöðum er fyrirvari um að þau taki aðeins til tekna sem bera útsvar. Hátekjumenn borgi lægra hlutfall Samkvæmt útsvari, eins og það birtist í álagningaskrám, var Guðmundur í Brim með um 3,6 milljónir króna í launatekjur, það sama og birtist í tekjublaðinu. Samkvæmt samantekt Stundarinnar var Guðmundur með rúmar 72 milljónir í fjármagnstekjur á mánuði sem gerir samtals um 913,7 milljónir króna í árstekjur, „álíka og 207 verkamenn á lágmarkslaunum,“ bendir Gunnar Smári á. Gunnar Smári Egilssonvísir/vilhelm „Af þessu tekjum borgaði Guðmundur 5,7 m.kr. í útsvar til Seltjarnarness, 11,4 m.kr. í tekjuskatt og 191,5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt. 22,83% af tekjum Guðmundar fór í skatt,“ skrifar Gunnar Smári og ber það hlutfall saman við meðallaun á Íslandi, um 635 þúsund. Af þeim tekjum hafi fólk borgað 158 þúsund krónur í útsvar og tekjuskatt eða 24,93% af tekjum sínum. Guðmundur hafi því borgað lægra hlutfall af ofurtekjum sínum í skatt en meðal-launamaðurinn. Hin ríku hafi snúið upp á skattkerfið svo það þjónar þeim einum, segir Gunnar Smári. Mun hærri skattur í nágrannalöndum Hann bendir einnig á að í Danmörku þyrfti Guðmundur að borga mun meira í skatt, eða um 42,34% af tekjum sínum, þar sem fjármagnstekjuskattur sé umtalsvert hærri. Sama sé uppi á teningnum í Noregi og Svíþjóð, þar sem Guðmundur myndi borga mun meiri skatt af tekjum sínum, en þó með öðrum hætti þar sem auðlegðaskattur legðist á hreina eign Guðmundar. Guðmundur Kristjánsson er tekinn sem dæmi í grein Gunnars Smára.vísir/vilhelm „Ef við drögum þetta saman þá borgar auðmaður á borð við Guðmund í Brim skatt sem er 22,83% af tekjum hans á Íslandi, 42,34% í Danmörku, 64,67% í Noregi og 77,40% í Svíþjóð.“ Að lokum bendir Gunnar Smári á að hann taki einungis Guðmund sem dæmi, þessi samanburður eigi við um alla helstu hátekjumenn hverra tekjur eru ekki tilkomnar vegna einskiptis sölu á fyrirtæki. „Í fyrra greiddi Brim 744 m.kr. í veiðigjöld fyrir afnot af auðlindinni. Það er lægri upphæð en Guðmundur greiddi sjálfum sér í fjármagnstekjur,“ segir í lok greinarinnar en ekki náðist í Guðmund Kristjánsson við vinnslu fréttarinnar. Ríka og fræga fólkið með mun hærri laun Svipað er inntakið í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um fjármagnstekjur og sérstaklega vikið að því hve lágar tekjur þekktra listamanna virðast í helstu tekjublöðum. Algengt sé meðal listamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga, að stofna svokölluð samlagsfélög utan um starfsemi sína. Páll Óskar, Bríet og Herra Hnetusmjör eru tekin sem dæmi en öll eru þau sögð vera með laun sem nema um nokkrum hundruðum þúsunda. Öll eigi þau sameiginlegt að reka samlagsfélög utan um starfsemi sína, sem velta tugum milljónum. Tekjur í gegnum slík félög birtast aldrei á hefðbundnum tekjulistum, nema þær séu greiddar út sem hefðbundnar launatekjur. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var sagt frá því að fyrir arðgreiðslur úr fyrrgreindum samlagsfélögum sé aðeins greiddur fjármagnstekjuskattur. Hið rétta er að fjármagnstekjuskattur (22%) er greiddur af mótteknum arði eftir að greiddur hefur verið tekjuskattur af hagnaði (20%).
Tekjur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Skattar og tollar Sjávarútvegur Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira