Launahækkanir nái ekki að halda í við verðbólguþróun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 17:34 Tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm Launahækkanir ná ekki lengur að halda í við verðbólguþróun og er kaupmáttur því á niðurleið. Þetta segir í nýrri skýrslu frá greiningardeild Landsbankans. Launavísitalan lækkaði um 0,1 prósentustig á milli júní og júlímánaðar en síðustu tólf máuði hefur launavísitala hækkað um 8,1 prósent. Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga. Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Fram kemur í skýrslunni að ekki sé óvenjulegt að launavísitalan hafi lækkað örlítið í júlí en þetta sé þriðja árið í röð sem að gerist. Júlímánuður sé óvenjulegur að mörgu leyti á vinnumarkaði aðallega vegna sumarleyfa starfsmanna. Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí en árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 1,7 prósent milli júlímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júlí var 4,1 prósenti lægri en hann var í janúar á þessu ári en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni. Verðbólga síðustu mánaða hafi því minnkað kaupmátt töluvert. Segir í skýrslunni að það geti haft í för með sér að minna af vörum og þjónustu fáist fyrir þau laun sem greidd eru þrátt fyrir launahækkanir. Þá segir í skýrslunni að júnímánuður hafi verið merkilegur á þann hátt að kaupmáttur minnkaði í fyrsta sinn í júnímánuði frá því árið 2010. Tæplega tólf ára samfelldri kaupmáttaraukningu hafi þannig verið lokið og nú hafi liðið tveir mánuðir þar sem kaupmáttur minnkaði miðað við sama tímabil á fyrra ári. Kaupmáttur hafi þannig ekki verið lægri síðan í desember 2020. Nokkuð víst megi telja að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum þar sem verðbólga er áfram mikil og ekki um frekari samningsbundnar launahækkanir að ræða á þessu sammningstímabili, sem lýkur í lok október á almenna markaðnum. Þá segir í skýrslunni að af starfsstéttum skeri verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sig nokkuð úr hvað varðar launabreytingar frá maí 2021 til maí 2022. Laun beggja hópanna hafi hækkað um um það bil 10,5 prósent á þessu tímabili á meðan laun annarra hópa hafi hækkað um sex til átta prósent. Það sé enn ein staðfestingin á því að markmið lífskjarasamningsins um meiri hækkun lægri launa hafi náð fram að ganga.
Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Kjaramál Tengdar fréttir Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30 Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05 Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Gríðarlegur launamunur milli forystufólks hagsmunasamtaka Framkvæmdastjórar og talsmenn þriggja stærstu samtaka atvinnulífsins hafa tvisvar til fjórum sinnum hærri tekjur en fólk í sömu stöðum í stéttar-og verkalýðsfélögum. 18. ágúst 2022 12:30
Íbúðaverð aldrei hærra í samanburði við laun, áhyggjuefni segir hagfræðingur Fasteignaverð í hlutfalli við laun landsmanna hefur aldrei mælst hærra og er nú komið á sama stað og hámarkið frá því í október árið 2007. Hagfræðingar segja þetta vísbendingu um að toppnum í frekari hækkunum á raunverði fasteigna verði líklega náð á næstunni. 18. ágúst 2022 09:05
Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. 17. ágúst 2022 22:30