Engan sakaði en fólkið sem var um borð komst sjálft í land þegar bátinn rak að landi.
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að mótor bátsins hafi rekið niður og hann hafi orðið vélarvana um þrjú til fjögur hundruð metra frá landi. Um hálftíma síðar rak hann að landi.
Stuttu eftir það bar björgunarsveitarfólk frá Reykjanesbæ að garði á björgunarbát og var báturinn dreginn til hafnar í Vogum.
Þrátt fyrir rok og öldugang munu aðgerðir hafa gengið vel.
