Selenskí segir úkraínsku þjóðina hafa „endurfæðst“ við innrás Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2022 07:29 Úkraínskir hermenn búa sig undir árásir á Rússa í Kharkív. AP/Andrii Marienko Úkraínumenn eru undir það búnir að Rússar geri stórfelldar árásir í landinu í dag, þegar Úkraínumenn fagna því að 31 ár er liðið frá aðskilnaði Úkraínu frá Sovétríkjunum. Í dag eru einnig sex mánuðir liðnir frá því að innrás Rússa hófst. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði endurfæðst þegar Rússar réðust inn í landið 24. febrúar síðastliðinn. „Þjóð sem grét ekki, öskraði eða óttaðist. Þjóð sem flúði ekki. Gafst ekki upp. Og gleymdi ekki,“ sagði forsetinn. „Hvað mun, fyrir okkur, marka endalok stríðsins? Einu sinni sögðum við: friður. Nú segjum við: sigur.“ Forsetinn sagði í gær að dagurinn í dag væri Úkraínumönnum mikilvægur. Þetta þýddi því miður að hann væri einnig mikilvægur í augum óvinar þeirra. Íbúar landsins þyrftu að búa sig undir ógeðfellda ögrun af hálfu Rússa og grimmilegar árásir. Selenskí varaði Rússa við því að árásum yrði svarað fullum fetum og hét því að Krím yrði aftur hluti af Úkraínu. Yfirvöld hafa bannað fjöldasamkomur í Kænugarði þar sem búist er við árásum á höfuðborgina. Fregnir hafa borist af því að margir íbúar borgarinnar hafi freistað þess að flýja. Bandaríkjamenn hafa sagst gera ráð fyrir að Rússar muni auka árásir á borgaralega innviði og stjórnarbyggingar á næstu dögum. Bandarískir ríkisborgara hafa verið hvattir til að fara úr landi ef þeir mögulega geta. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í morgun að úkraínska þjóðin hefði endurfæðst þegar Rússar réðust inn í landið 24. febrúar síðastliðinn. „Þjóð sem grét ekki, öskraði eða óttaðist. Þjóð sem flúði ekki. Gafst ekki upp. Og gleymdi ekki,“ sagði forsetinn. „Hvað mun, fyrir okkur, marka endalok stríðsins? Einu sinni sögðum við: friður. Nú segjum við: sigur.“ Forsetinn sagði í gær að dagurinn í dag væri Úkraínumönnum mikilvægur. Þetta þýddi því miður að hann væri einnig mikilvægur í augum óvinar þeirra. Íbúar landsins þyrftu að búa sig undir ógeðfellda ögrun af hálfu Rússa og grimmilegar árásir. Selenskí varaði Rússa við því að árásum yrði svarað fullum fetum og hét því að Krím yrði aftur hluti af Úkraínu. Yfirvöld hafa bannað fjöldasamkomur í Kænugarði þar sem búist er við árásum á höfuðborgina. Fregnir hafa borist af því að margir íbúar borgarinnar hafi freistað þess að flýja. Bandaríkjamenn hafa sagst gera ráð fyrir að Rússar muni auka árásir á borgaralega innviði og stjórnarbyggingar á næstu dögum. Bandarískir ríkisborgara hafa verið hvattir til að fara úr landi ef þeir mögulega geta.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira