Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. ágúst 2022 12:31 Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. Hún er alltaf brosandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum. Matarvagninn var opnaður síðasta sumar og síðan þá hefur verið meira en nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann, enda Hengifoss mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. „Ég er að bjóða upp á heimagerðan ís meðal annars úr sauðamjólk. Svo er ég með vöfflur, kjötsúpu og grænmetissúpu og náttúrulega drykki. Þetta er að slá í gegn hjá mér, fólk er allavega mjög ánægt, sérstaklega að fá að smakka ísinn,“ segir Ann Marie. Og þetta er ís sem þú býrð til sjálf? „Já, við erum að mjólka ærnar okkar heima og ég er með ísvél heima og framleiðsluaðstöðu heima á bænum, þannig að ég get gert allt á sama stað.“ Ann Marie segist ekki finna annað en að ferðamennirnir, Íslendingar og útlendingar séu mjög ánægðir með matarvagninn hennar við fossinn. „Ég held það, allavega það sem mér er sagt frá kúnnum, þá er það bara mjög flott hrós, sem ég fæ frá þeim.“ Og kjötsúpan hjá þér, hún er vinsæl? „Já hún er það, enda passa ég að hafa nóg af íslensku lambakjöti í henni“, segir Ann Marie og hlær. Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt svæði og það er bara mikið hægt að gera hérna, sem maður kannski sér ekki strax, en það er mikil afþreying, sem maður getur notið,“ segir Ann Marie, alsæl með að búa á Austurlandi og hvað matarvagninn hennar gengur vel. Matarvagninn við Hengifoss er mjög vinsæll hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fljótsdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira
Matarvagninn var opnaður síðasta sumar og síðan þá hefur verið meira en nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann, enda Hengifoss mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. „Ég er að bjóða upp á heimagerðan ís meðal annars úr sauðamjólk. Svo er ég með vöfflur, kjötsúpu og grænmetissúpu og náttúrulega drykki. Þetta er að slá í gegn hjá mér, fólk er allavega mjög ánægt, sérstaklega að fá að smakka ísinn,“ segir Ann Marie. Og þetta er ís sem þú býrð til sjálf? „Já, við erum að mjólka ærnar okkar heima og ég er með ísvél heima og framleiðsluaðstöðu heima á bænum, þannig að ég get gert allt á sama stað.“ Ann Marie segist ekki finna annað en að ferðamennirnir, Íslendingar og útlendingar séu mjög ánægðir með matarvagninn hennar við fossinn. „Ég held það, allavega það sem mér er sagt frá kúnnum, þá er það bara mjög flott hrós, sem ég fæ frá þeim.“ Og kjötsúpan hjá þér, hún er vinsæl? „Já hún er það, enda passa ég að hafa nóg af íslensku lambakjöti í henni“, segir Ann Marie og hlær. Ann Marie, sem hefur búið á Íslandi í sex ár er mjög ánægð með að eiga heima á Austurlandi en hún er þýsk og er með fyrirtækið Sauðagull á Egilsstöðum með manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, samhliða matarvagninum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt svæði og það er bara mikið hægt að gera hérna, sem maður kannski sér ekki strax, en það er mikil afþreying, sem maður getur notið,“ segir Ann Marie, alsæl með að búa á Austurlandi og hvað matarvagninn hennar gengur vel. Matarvagninn við Hengifoss er mjög vinsæll hjá ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fljótsdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Sjá meira