Aðdáendur kvikmyndarinnar „Knives Out“ geta tekið gleði sína á ný því framhaldsmyndin „Glass onion: A Knives Out Mystery“ mun birtast á Netflix 23. desember næstkomandi.
Í fyrri „Knives Out“ kvikmyndinni gerir einkaspæjarinn Benoit Blanc tilraun til þess að varpa ljósi á dularfullan dauðdaga rithöfundarins Harlan Thrombey. Þegar Blanc mætir á svæðið er sérkennileg og marglaga fjölskylda Thrombey í sárum en Blanc grunar þau um.
Nýja myndin gerist á grískri eyju en milljarðamæringurinn Miles Bron býður sínum nánustu í frí á einkaeyju sinni. Eins og svo oft áður er ekki allt sem sýnist og andlát setur strik í reikninginn.
Daniel Craig fór með hlutverk Benoit Blanc í myndinni árið 2019 og mun nú endurtaka leikinn. Meðal leikara í „Glass onion: A Knives Out Mystery“ eru Ethan Hawke, Kathryn Hahn, Edward Norton, Kate Hudson og Dave Bautista ásamt fleirum.
Hér að neðan má sjá stiklu nýju myndarinnar.