Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Jakob Bjarnar skrifar 24. ágúst 2022 13:42 Þorsteinn Víglundsson er talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi. Hann dregur ekki dul á að um sé að ræða risavaxið verkefni á íslenskan mælikvarða. En það sé á algjöru frumstigi og ekkert verði gert án samráðs við íbúa Þorlákshafnar. vísir/vilhelm/egill Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn. Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Vísir hefur að undanförnu fjallað ítarlega um tröllaukið verkefni sem nú er í burðarliðnum og snýr að stórfelldum efnisflutningum og afleiddum áhrifum. Til stendur að moka í burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Verkefnið hefur þegar valdið verulegri ólgu í Þorlákshöfn en Þorsteinn segir, sem talsmaður HeidlebergCement, að ekki standi til að blanda sér í bæjarmálapólitíkina í Þorlákshöfn. Slíkt sé fjarri lagi, hann segir gott að umræðan sé komin fram og hann leggur á það áherslu að enn sé verkefnið á forhönnunarstigi. Nú er verið að skoða útfærslur. Ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum. Felur í sér sparnað sem nemur milljón tonnum á ári Þorsteinn segir að það verði vitaskuld ekki fram hjá því litið að um sé að ræða afar umfangsmikla starfsemi á íslenskan mælikvarða, flutnings- og námuvinnslu. Og leitast verði við að lágmarka umhverfisáhrif. „En við höfum horft til loftslagsmálanna. Notkun móbergs, sem finna má á Íslandi og í nágrenni Þorlákshafnar, og vinnsla þess með endurnýtanlegri orku á Íslandi er til þess fallið að breyta og draga verulega úr neikvæðum loftslagsáhrifum sementsframleiðslu á heimsvísu. Þetta verkefni er til þess fallið að lækka gríðarlega kolefnisspor í norðanverðri Evrópu, og hið augljósa er að þetta er hnattrænt verkefni. Þorsteinn segir að vega þurfi að meta kosti og galla, og það verði gert en verkefnið sé sem slíkt umhverfisvænt á heimsvísu og spari milljón tonna losun kolefnisspors í norðanverðri Evrópu.vísir/vilhelm Útflutningur á 1,5 milljón tonna af efni á ári, samsvarar þá sparnaði í losun uppá milljón tonn á ári, sem er á pari við fimmtung losunar Íslands. Samkvæmt okkar samningi eru þau áhrif jákvæð, og það þarf að vega þetta og meta,“ segir Þorsteinn. En sem áður segir þá dregur Þorsteinn ekki fjöður yfir að verkefnið eitt og sér hafi mikil staðaráhrif og það þurfi að taka inn í myndina. En engar ákvarðanir hafi enn verið teknar, verkefnið sé á byrjunarstigi og aðeins liggi fyrir vilyrði fyrir lóðum í Þorlákshöfn á þessu stigi máls. Vilja vera góður nágranni Að sögn Þorsteins er næst á dagskrá að kanna frekar fýsileika verkefnisins. „Eingöngu grunnhönnun er hafin og verið er að skoða hvaða leiðir gætu verið mögulegar varðandi flutning efnisins. Ekki hefur því þótt tímabært að hefja kynningar og samráð við nærsamfélagið en það er alveg skýrt af hálfu HeidelbergCement að verði farið í svona vegferð verði allt kapp lagt á að tryggja góða sátt við nærumhverfið.“ Um leið og fullnægjandi grunngögn liggja fyrir hyggur fyrirtækið á kynningu á áformum sínum með hlutaðeigendum og samráð bæði við yfirvöld og íbúa Ölfuss. „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni,“ segir Þorsteinn.
Ölfus Samgöngur Stóriðja Umhverfismál Skipulag Námuvinnsla Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Játa á sig mistök við lóðasamþykkt og biðjast afsökunar Verulegur ágreiningur er nú uppi meðal íbúa Þorlákshafnar vegna fyrirætlana sem munu, ef þær ná fram að ganga, gera þorpið að annasömum þungaflutninga- og námubæ. 22. ágúst 2022 13:23