Hvernig kennara viljum við? Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 15:01 Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver árstími hefur sínar venjur, töfra og takt. Nú hefst starf grunn- og framhaldsskóla um land allt og haustbyrjun tekur við í leikskólum landsins. Áætla má að um 4.000 börn sæki leikskóla, um 46 þúsund nemar grunnskóla og um 23 þúsund nemar framhaldsskóla. Það skiptir okkur öll máli að skólastarf gangi vel, að börn og ungmenni njóti sín í námi og leik og að hlúð sé að velferð þeirra og þroska. Við vitum öll hve miklu máli góðir kennarar skipta og eigum flest minningar um kennara sem hafa snert hjörtu okkar og mótað okkur sem manneskjur. Við viljum öll styðja við þetta mikilvæga leiðtogahlutverk kennara og vera bandamenn þeirra í því óendanlega mikilvæga verkefni sem menntun barna er. Menntafléttan liðast um landið Haustið 2021 hófst verkefni á vegum stjórnvalda, háskóla og Kennarasambands Íslands sem ber heitið Menntafléttan – námssamfélag í skóla- og frístundastarfi. Verkefnið felur í sér framboð á opnum og aðgengilegum námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk í skóla- og frístundastarfi. Námskeiðin eru byggð á rannsóknum á því hvaða skilyrði og stuðningur þarf að vera til staðar fyrir þróun kennara í starfi. Þær rannsóknir segja okkur ítrekað að starfsþróun er farsæl og árangursrík þegar hún er sameiginlegt verkefni margra á sama vinnustað, frekar en einstaklingsverkefni hvers og eins. Þátttakendur eru leiðtogar á sínum vinnustað og koma á samvinnu um þróun starfshátta og kennslu. Námskeiðin er hagnýt og skapa vettvang fyrir samstarf og samtal þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Mikil þátttaka Að þróun hvers námskeiðs koma kennarar, fræðimenn og sérfræðingar sem byggja á nýjustu rannsóknum en einnig deiglunni sem er til staðar í menntakerfi okkar. Sjá má fjölbreytt framboð á vefsíðunni menntamidja.is. Við erum stolt af því að í kennarahópi Menntafléttunnar eru framúrskarandi, reynslumiklir kennarar frá um 25 skólum víða um land. Við sem stöndum að verkefninu erum í skýjunum með frábærar móttökur, en vorið 2022 höfðu rúmlega 500 leiðtogar lokið námskeiðum Menntafléttu og nú þegar hafa um 1.100 þátttakendur skráð sig til leiks veturinn 2022-2023. Það er ljóst að kennarar landsins taka þessari tegund starfsþróunar fagnandi og skráningin varpar ljósi á þann óþrjótandi áhuga og neista sem kennarar búa yfir. Margföldum áhrifin saman Stuðningur stjórnvalda við Menntafléttuna hefur sannað sig svo um munar. Næsta vetur munu 50% leikskóla eiga þátttakendur í Menntafléttu, 72% framhaldsskóla og 78% grunnskóla. Auk þess hafa þátttakendur frá bókasöfnum, félagsmiðstöðvum, skólaskrifstofum, heilsugæslu, frístundaheimilum og sérfræðingar frá félagasamtökum skráð sig í Menntafléttuna, enda er menntun barna og ungmenna samstarfsverkefni margra ólíkra fagstétta. Miðað við árangur verkefnisins hingað til má auðveldlega ímynda sér hver margfeldisáhrif Menntafléttu geta orðið, ef við höldum áfram að tryggja vandað framboð námskeiða. Mikilvægt er að tryggja fjármögnun Menntafléttu næstu árin því starfsþróun kennara og starfsfólks í menntakerfinu er viðvarandi verkefni, ekki átak. Fyrir hönd aðstandenda Menntafléttunnar skora ég á stjórnvöld að fjárfesta í kennurum landsins og tryggja framtíð Menntafléttu. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og sat í undirbúnings- og stýrihópi Menntafléttu 2020 til 2021.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun