Í tilkynningu á vef SA segir að Konráð taki til starfa 1. september, en hann mun snúa aftur í starf aðalhagfræðings Stefnis að loknum störfum sínum fyrir SA.
„Áður starfaði Konráð sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Þá starfaði hann í greiningardeild Arion banka, hjá Hagfræðistofnun og við þróunarsamvinnu Í Úganda og Tansaníu. Hann hefur einnig sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands. Konráð er með meistaragráðu í hagfræði frá Warwick háskóla í Bretlandi og B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands,“ segir um Konráð í tilkynningunni.
Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að það sé mikill styrkur að fá Konráð tímabundið til liðs við SA enda sé umfangsmikið verkefni framundan. „Við væntum mikils af honum og þekkjum vel til hans starfa í gegnum tíðina.“