„Eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:29 Í ritgerðinni sögðu andsliðsmenn menninguna í landsliðinu á skjön við jákvæðari menningu í sínum félagsliðum. Óljóst er hvort það á enn við í mikið breyttu landsliði dagsins í dag. Getty/Ahmad Mora Íslenskir knattspyrnumenn segja svokallaða „klefamenningu“ geta verið bæði neikvæða og jákvæða. Öllu máli skipti hverjir leiðtogar liðanna séu upp á það hvernig hún sé en svo virðist sem að klefamenningin hafi gjörbreyst á jákvæðan hátt á síðustu áratugum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira