„Við erum á algerlega rangri braut“: Strákarnir okkar brjótast inn og stelpurnar selja sig Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 09:13 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að íslensk stjórnvöld eigi að gefa það frjálst hvaða vímuefna menn neyta; lögleiða vímuefni, með öðrum orðum. Bannstefnan hafi valdið meiri skaða en hún hefur skilað árangri. „Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar. Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar.
Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira