Hótar að hætta ef Diego Costa verður keyptur Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 12:30 Diego Costa kann að vera á leið til Spánar á ný en þá gæti þjálfaralaust lið tekið við honum. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Andoni Iraola, þjálfari Rayo Vallecano á Spáni vill ekki sjá framherjann Diego Costa hjá félaginu. Forseti félagsins vill fá hann til liðsins en Iraola hefur hótað að hætta ef verður af skiptunum. Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Orðið erfitt að líta fram hjá bölvun úrslitaleiks Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Orðið erfitt að líta fram hjá bölvun úrslitaleiks Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira