Casemiro: Verð sorgmæddur ef Man Utd kemst ekki í Meistaradeildina Atli Arason skrifar 27. ágúst 2022 07:01 Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag. Getty Images Nýjasti leikmaður Manchester United, Casemiro, segir að lið af sömu stærðargráðu og Manchester United eigi skilið að spila í Meistaradeild Evrópu. Þessi brasilíski miðjumaður kom til Manchester frá Real Madrid en spænska liðið keypti hann frá São Paulo árið 2013. Casemiro hefur því spilað reglulega í Meistaradeild Evrópu síðasta áratug en hann gat leyft sér að grínast í viðtali við ESPN aðspurður af því hvers vegna það væri ekkert stórmál að skipta yfir í félag sem spilar ekki í Meistadeild Evrópu. „Ég hef nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum,“ sagði Casemiro og hló áður en hann bætti við. „Auðvitað vil ég spila í Meistaradeildinni með Manchester United, þótt ég hafi unnið keppnina fimm sinnum þá er þetta mikilvægasti bikarinn í fótbolta og allir vilja vinna hann. Ef ég fæ ekki tækifæri til að spila í Meistaradeildinni með liðinu þá verð ég sorgmæddur en Manchester United er stór klúbbur sem á skilið að vera í þessari keppni.“ Casemiro var kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool síðasta mánudag. Varð hann þar með fimmti leikmaðurinn sem Manchester United keypti í félagaskiptaglugganum í sumar. „Manchester United hefur sýnt mér stuðning frá fyrsta degi. Knattspyrnustjórinn hafði mikinn áhuga á mér alveg frá því að ég hitti hann fyrst. Ég fæ sömu ást hér og ég fékk hjá Real. Tilfinningin að vera að fara að spila fyrir stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er frábær,“ sagði Casemiro. Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag, þegar liðið fer í heimsókn til Southampton á leikvangi heilagrar Maríu í fyrsta leik fjórðu umferðar klukkan 11.30. We asked Casemiro if he was upset about not playing Champions League football with Man United... pic.twitter.com/119DAa2jZm— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2022 Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Þessi brasilíski miðjumaður kom til Manchester frá Real Madrid en spænska liðið keypti hann frá São Paulo árið 2013. Casemiro hefur því spilað reglulega í Meistaradeild Evrópu síðasta áratug en hann gat leyft sér að grínast í viðtali við ESPN aðspurður af því hvers vegna það væri ekkert stórmál að skipta yfir í félag sem spilar ekki í Meistadeild Evrópu. „Ég hef nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum,“ sagði Casemiro og hló áður en hann bætti við. „Auðvitað vil ég spila í Meistaradeildinni með Manchester United, þótt ég hafi unnið keppnina fimm sinnum þá er þetta mikilvægasti bikarinn í fótbolta og allir vilja vinna hann. Ef ég fæ ekki tækifæri til að spila í Meistaradeildinni með liðinu þá verð ég sorgmæddur en Manchester United er stór klúbbur sem á skilið að vera í þessari keppni.“ Casemiro var kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool síðasta mánudag. Varð hann þar með fimmti leikmaðurinn sem Manchester United keypti í félagaskiptaglugganum í sumar. „Manchester United hefur sýnt mér stuðning frá fyrsta degi. Knattspyrnustjórinn hafði mikinn áhuga á mér alveg frá því að ég hitti hann fyrst. Ég fæ sömu ást hér og ég fékk hjá Real. Tilfinningin að vera að fara að spila fyrir stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er frábær,“ sagði Casemiro. Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag, þegar liðið fer í heimsókn til Southampton á leikvangi heilagrar Maríu í fyrsta leik fjórðu umferðar klukkan 11.30. We asked Casemiro if he was upset about not playing Champions League football with Man United... pic.twitter.com/119DAa2jZm— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2022
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn