„Horfum bara á þetta sem venjulegan leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. ágúst 2022 12:00 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, býst við skemmtilegum leik milli Vals og Breiðabliks í úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Vísir/Stöð 2 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn í dag þar sem liðið mætir Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikars kvenna. Pétur segir að þarna séu tvö góð fótboltalið að mætast og býst við að leikurinn verði hin mesta skemmtun. „Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig. Tvö góð fótboltalið og vonandi verður þetta skemmtilegur leikur,“ sagði Pétur í samtali við Stöð 2 í gær. Þetta er í fyrsta skipti í tíu ár sem Valskonur komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og því orðið ansi langt síðan þetta sigursæla félag fagnaði bikarmeistaratitlinum. Pétur segist þó ekki finna fyrir neinni sérstakri pressu fyrir leikinn. „Nei, nei. Ég held að það séu bara allir mjög sáttir við það að Valur sé komið í bikarúrslitaleik. Ég held að það bara snúist aðallega um það.“ Þá segir hann einnig að liðið breyti ekki út af vananum í undirbúningi fyrir þennan leik miðað við aðra. „Við gerum það svo sem ekki. Við erum nýkomin úr átta daga ferð þar sem við vorum á heilsuhóteli og ég veit ekki hvað og hvað. Við horfum bara á þetta sem venjulegan leik.“ Klippa: Pétur Pétursson fyrir bikarúrslitaleikinn Ferðin sem Pétur nefnir var svo sem engin venjuleg ferð. Valskonur voru að taka þátt í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggðu sér sæti í riðlakeppni hennar með sigrum gegn Hayasa frá Armeníu og Shelbourne frá Írlandi og Pétur segir að sigrarnir gefi liðinu sjálfstraust „Það gefur alltaf að vinna leiki,“ sagði Pétur án þess að fara nánar út í þau mál. Breiðablik getur jafnað Val í titlafjölda með sigri í dag og Pétur var spurður að því hvort það væri eitthvað sem hann hefði áhyggjur af. Pétur var þó hreinskilinn og sagðist einfaldlega ekki hafa vitað af þessu. „Ég hafði ekki hugmynd um þetta,“ sagði Pétur léttur. „En þetta eru bara tvö góð fótboltalið, svipuð fótboltalið. Lið sem vilja sækja og lið sem vilja halda bolta. Oftast eru þetta mjög góðir fótboltaleikir milli Val og Breiðabliks þannig ég á von á því að það verði þannig á laugardaginn.“ Hann segir einnig að þrátt fyrir það að Valur hafi unnið leikinn milli liðanna í deildinni fyrr í sumar þá skipti það engu máli í dag. „Þetta er bara sérleikur. Þetta er bara bikarúrslitaleikur og þetta snýst um dagsformið og það sem er hægt að gera þann daginn til að vinna leikinn.“ „Blikarnir eru náttúrulega búnir að vera að spila í bikarúrslitum undanfarin ár og unnu 2018 líka. Þetta er bara einn leikur sem á að vera skemmtilegur.“ „Þær eru allavega vanar þessu. Það er hægt að segja það þannig,“ sagði Pétur að lokum. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Valur Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Sjá meira