Sitja uppi með stóra skuld eftir andlát sonar síns Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 08:32 Bangladesinn Mohammad Shahid Miah er á meðal þúsunda farandverkamanna sem hafa látið lífið við uppbygginguna fyrir HM í Katar. Skjáskot Sænska fjölmiðlafyrirtækið Blankspot hefur opnað vefsíðu sem ber heitið Spjöldin í Katar (e. Cards of Qatar) þar sem fjölmargra verkamanna sem létust við uppbyggingu komandi heimsmeistaramóts í fótbolta er minnst. Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar. Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Sjá meira
Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Hermoso ekki í landsliðinu í miðjum réttarhöldum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Amanda meidd og Ásdís kemur inn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Sjá meira