„Þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 21:06 Tamás segir fyrirtækið sem hann starfaði hjá ekki ætla að greiða honum veikindadaga sem hann eigi rétt á. Vísir/Steingrímur Dúi Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56