Rígurinn milli Mourinho og Sarri lífgar upp á Rómarborg Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 15:00 Sarri og Mourinho háðu hildi í ensku úrvalsdeildinni þegar sá fyrrnefndi stýrði Chelsea og Mourinho var í brúnni hjá Manchester United. Jordan Mansfield/Aitor Alcalde/Getty Lazio vann góðan sigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Leikurinn var í til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta og þá virðast þjálfarar Rómarliðanna Lazio og Roma halda hvor öðrum á tánum. Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira
Stórleikir voru á dagskrá í Seríu A á Ítalíu um liðna helgi og nóg var um að ræða í Punkti og basta, hlaðvarpi sem sérhæfir sig í deild þeirra bestu á Ítalíu. Maurizio Sarri og hans menn í Lazio unnu afar góðan 3-1 sigur á Inter á föstudagskvöldið. „Þetta eru sjokkerandi úrslit,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Sarri setti inn Pedro og Luis Alberto sem að breyttu leiknum,“ bætir hann við. „Lazio-menn fengu færin allan fyrri hálfleikinn og hefðu getað verið 3-1 yfir í hálfleik. Illa upplagður leikur hjá Inter, Lukaku fær mikla gagnrýni frá pressunni. Hann einhvern veginn ekki í formi, ekki í standi. Hann var bara langt frá mönnum og uppspilið gekk illa,“ segir Björn Már Ólafsson. „Sóknarlínan hjá Lazio er ótrúlega fljót þannig að þeir refsa hratt og þessi mörk hjá Lazio er allt bara virkilega vel gert. Sendingarnar hjá Milinkovic-Savic með bæði hægri og vinstri, hraðinn hjá Felipe Anderson og Manuel Lazzari, hægri bakverðinum, sem er alveg ævintýralegar fljótur, einn fljótasti maðurinn í deildinni. Þeir bara refsuðu þeim, Lazio,“ bætti hann við. Klippa: Mörkin úr leik Lazio og Inter Taktískur sigur Sarri og gagnslaus Gagliardini Aðspurður hvað vanti upp á hjá Inter liðinu segir Árni Þórður Randversson: „Ég myndi að það væri breiddin hjá þeim, þeir þurfa að fá fleiri leikmenn þarna inn, þegar Lukaku er slappur, [Niccolo] Barella og [Marcelo] Brozovic kannski ekki heldur á sínum degi, þá vantar einhvern veginn kryddið af bekknum til að skora fleiri mörk. Ég held að það hafi verið vandamálið hjá þeim. En svo er eins og Björn Már var að tala um, er Inzaghi nógu góður stjóri? Er þetta ekki sigur fyrir Sarri, hann yfirþjálfaði (e. outcoachaði) hann bara,“ „Svo var þarna einn maður sem var kannski lýsandi dæmi um hversu mikla yfirhönd Sarri hafði á Inzaghi í þessum leik, fannst mér, að hann einhvern veginn gerði breytingar þegar þurfti á meðan Inter hélt [Roberto] Gagliardini inn á í 75 mínútur sem var gjörsamlega gagnslaus,“ segir Þorgeir og Björn Már tekur undir. „Hann er eins og flugmóðurskip á miðjunni, hann er svo svifaseinn, lengi að snúa sér. Hann hentar kannski í ákveðna tegund af leikjum, hann er stór og sterkur og fínn skallamaður en hann var hræðilegur þarna í þessum leik og hann bara léleg kaup hjá Inter á sínum tíma,“ segir Björn og bætir við: „Þessar skiptingar hjá Sarri breyttu leiknum, það segir sig sjálft þegar báðir varamennirnir skora glæsileg mörk,“ Rígurinn gírar bæði lið í Rómarborg „Ég held líka með tilkomu Mourinho til Roma og upplyftingu Roma-liðsins þá hlýtur Lazio einmitt að reyna að fylgja þeim og halda svolítið uppi stemningunni og þetta beef á milli Sarri og Mourinho ég held að það ýti undir velgengni Lazio,“ segir Árni. Björn bendir á að árangur liðanna eigi til að haldast að vissu leyti í hendur: „Síðast þegar Lazio varð meistari þá varð Roma meistari árið eftir því þeir fóru bara að kaupa það sem var í boði, [Gabriel] Batistuta og svona. Þegar annað liðið gerir eitthvað þá svarar hitt oftast,“ Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira