„Þeir lögðust allavega ekki „í bónda““ Jakob Bjarnar skrifar 29. ágúst 2022 14:59 Einar telur þjóðháttafræðinginn Árna Böðvarsson alveg úti á túni með það að ekki megi kenna landsnámsmenn við víkinga. Svo mikið sé víst að ekki lögðust þeir „í bónda“. vísir/einar/vilhelm Einar Kárason rithöfundur, sem hefur skrifað þekktan sagnabálk sem byggir á atburðum sem gerast á Sturlungaöld, telur fráleitt að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga. Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar. Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eins og lesendur Vísir þekkja vel þá telur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur það kjánalega söguskoðun að Íslendingar séu afkomendur víkinga. Landnámsmenn voru ekki víkingar, þeir komu ekki hingað nema fáeinir uppgjafamenn aldraðir. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. En hann telur sviðsetta víkingaviðureign á Menningarnótt til þess fallna að ala á þessari ranghugmynd og raunar vítavert að opinberar stofnanir skuli taka þátt í slíkri skrumskælingu. Árni var í viðtali um þetta efni í Íslandi í dag nýverið og fór nánar yfir það hvernig þetta allt er í pottinn búið. En Árni sleppur ekki svo glatt með þetta. Einar Kárason rithöfundur, sem hefur lagst í rannsóknir og pælingar á Sturlungaöldinni, gefur ekki mikið fyrir þessi sjónarmið sem þjóðháttarfræðingurinn setur fram. „Furðuleg þessi þráhyggja um að ekki megi kenna landnámsmenn við víkinga,“ segir Einar á Facebook-síðu sinni. Hann segir jú að upphaflega hafi orðið kannski verið notað um ránsmenn og ribbalda sem sögur segja suma landnámsmenn vissulega hafa verið, en það hafi fyrir löngu yfirfærst á alla útrásina frá Skandinavíu sem heimurinn kallar víkingaöld og náði hámarki á árunum í kringum landnám Íslands. „Með víkingaskipum. Menn segja þetta bara hafa verið bændur, en þegar bændur bregða búi og sigla á haf út til að nema ókunn lönd þá eru þeir orðnir eitthvað annað en það. Og þeir lögðust allavega ekki "í bónda",“ segir Einar.
Menning Íslensk fræði Bókmenntir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira