Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 22:30 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent