Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 22:30 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Um er að ræða staðina Flame og Bambus í Reykjavík en upp komst um launaþjófnað þar fyrr í mánuðinum eftir ábendingu þess efnis. Staðirnir eru í eigu sömu aðila en þeir mættu ásamt lögmönnum sínum á fund Fagfélaganna í dag. Ekkert nýtt kom þó fram á þeim fundi að sögn Benónýs Harðarsonar, forstöðumanns kjarasviðs Fagfélaganna, en eigendur halda því fram að um misskilning hafi verið að ræða og hafa ekki gefið frekari útskýringar. „Eina sem að kannski kom fram er að þau vildu aðeins meiri tíma til að vinna úr hlutunum og við ætlum að hittast aftur á miðvikudaginn,“ segir Benóný. „Það voru svona kannski ákveðin vonbrigði að það hefði ekki komið meira nýtt fram í dag en við erum að vonast til að þetta skýrist í vikunni.“ Kröfurnar muni líklega hlaupa á milljónum króna Samkvæmt Fagfélögunum höfðu að minnsta kosti þrír starfsmenn verið látnir vinna á lágmarkslaunum í allt að 16 klukkustundir á dag, sex daga vikunnar, án þess að fá greidda yfirvinnu, orlof eða annað sem kveðið er á um í kjarasamningum. Verið er að reikna út hversu háar upphæðir sé að ræða en að sögn Benónýs hefðu starfsmennirnir átt að fá tvöfalt eða jafnvel þrefalt hærri laun en raun bar vitni. Þannig muni kröfurnar líklega hlaupa á milljónum króna fyrir hvern og einn starfsmann. Óljóst sé á þessari stundu hvort eigendur veitingastaðanna gangist við kröfunni eða hvort fara þurfi með málið fyrir dómstóla en það verður næsta skref ef eigendurnir neita. „Svona mál geta annað hvort tekið mjög stuttan tíma ef að atvinnurekendur greiða kröfuna, eða getur tekið mjög langan tíma ef það fer í gegnum dómskerfið, og við vonum náttúrulega fyrir þetta fólk að þetta taki stuttan tíma,“ segir Benóný. Fjölmargar aðrar ábendingar til skoðunar Dæmi um launaþjófnað koma af og til fram í fjölmiðlum en Benóný segir þau hafa fengið fjölmargar ábendingar um slíkt eftir að greint var frá þessu máli, þar á meðal frá einstaklingum sem töldu sig hafa orðið fyrir launaþjófnaði. Fólk sú nú meira vakandi en áður fyrir málum sem þessum. „Launaþjófnaður er auðvitað kannski algengari en við höldum á Íslandi og við finnum það að þetta mál vekur athygli og við erum að fá mikið af ábendingum sem við munum síðan skoða á næstu vikum,“ segir Benóný. „Við finnum kannski fyrir meiri vitundavakningu úti í samfélaginu þar sem að fólk er þá að láta stéttarfélögin vita, við vonum það því við viljum heyra um svona hluti svo við getum brugðist við,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Veitingastaðir Stéttarfélög Tengdar fréttir Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent