Hugleiðingar um handráðningar ráðherra í æðstu störf hjá framkvæmdarvaldinu Haukur Arnþórsson skrifar 30. ágúst 2022 08:30 Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa. Nú hafa ráðherrar tekið upp á því að nota undantekningarregluna við ráðningu ráðuneytisstjóra og forstöðumanna stofnana. Hvernig á að framkvæma regluna? Vel er verjanlegt að flytja menn milli jafnstæðra embætta, hrókera, td. ef ráðherrar eiga auðveldara með að vinna með einum ráðuneytisstjóra en öðrum. Í franskri stjórnsýslu hefur slík regla verið í gildi og þá miðað við að menn séu ekki meira en sjö ár í hverri stöðu, þá fari hringekja af stað. Það hefur kosti og ókosti, en vissulega geta menn orðið heimaríkir, eins og gert var grín að í Já, ráðherra. Hins vegar á annað við um framgang í starfi, þe. þegar menn færast í hærri stöðu. Þá er orðin algild regla að auglýsa. Leyfar af weberísku framgangskerfi er við lýði hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá hafa starfsmenn „from roster“ (úr eigin röðum) ákveðinn forgang. Það er víðast hvar annars staðar horfið. Framgangskerfi var hafnað hér á landi fyrir áratugum eins er rakið er hér á eftir. Meginhugmyndirnar að baki skyldunnar til að auglýsa laus störf er annars vegar að farið sé vel með almannafé; með því að ráða þann hæfasta fæst mest fyrir peningana, og hins vegar að allir standi jafnir gagnvart hinu opinbera og að verðleika þeirra séu metnir faglega og heiðarlega. Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár. Í rauninni hefur enginn stöðu „aðila máls“ við þessi skilyrði því það er enginn umsækjandi. Í fljótu bragði virðist ráðherrann þá ekki þurfa að standa nokkrum skil á röksemdum ákvörðunar sinnar. Svo er þó auðvitað ekki því honum er óheimilt að sniðganga reglur stjórnsýslunnar - með því að beita undantekningarákvæði þegar staða losnar - og raunar er líklegt að ákvæðið um flutning eigi við flutning milli jafnstæðra embætta. Til þess þyrftu aðstæður, eðli málsins samkvæmt, að vera alger undantekning. Fyrir nokkrum áratugum voru átök milli hinna weberískra sjónarmiða um framgang opinberra starfsmanna í starfi - framgangurinn, ásamt fleiru í starfsaðstæðum, td. starfsöryggi, æviráðningu og góðum lífeyrisréttindum, hélst í hendur við lág laun þeirra - og nýrra hugmynda um jafna stöðu allra á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim hugmyndum gat alls konar starfsreynsla nýst ríkinu, ekki síst frá skilvirku atvinnulífi, þá var líka rætt um nauðsyn leiðtogahæfileika hjá ríkinu, þeir leynast ekki frekar hjá opinberum starfsmönnum en öðrum. Þetta voru hugmyndir frjálshyggju, en þótt stéttarfélög opinberra starfsmanna væru þeim andvíg tókst þeim að nota þau til að hækka laun skjólstæðinga sinna - meðan hlunnindi, ss. framgangur í starfi, æviráðning og betri lífeyrissjóðir en aðrir höfðu, veiktust eða féllu niður. Þannig myndaðist sátt um að öll störf yrðu auglýst og allir á vinnumarkaði stæðu sem jafnast. Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur? Hér verður þessum spurningum ekki svarað nema að litlu leyti. Breytingin er væntanlega gerð á pólitískum forsendum, til að styrkja stöðu ríkisstjórnarflokkanna í ráðuneytunum. Að svo miklu leyti sem þetta á við er um afturhvarf til eldri og verri tíma að ræða. Frá þróuðum stjórnarháttum til geðþótta. Stundum er ráðherrann að kalla til sín einhvern sem hann ber trúnað til. Það er skiljanlegt sjónarmið, en ekki réttmætt þegar um lausar stöður er að ræða, öðru máli gegnir um flutning eins og hér hefur verið rætt, en ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisstarfsmenn hjá okkur og í nágrannaríkjunum eiga að sýna trúnað í starfi, sem á að haldast í hendur við góða fagmennsku. Afleiðingar breytinganna eru ekki alveg fyrirséðar. Nýr ráðherra gæti frekar vantreyst ráðuneytisstjóra og forstöðumönnum sem voru handvaldir af fyrirrennara hans frekar en þeim sem ráðnir voru með auglýsingu og eftir faglegt ferli. Hann gæti því þurft að gera marga starfslokasamninga og flytja ýmsa til í starfi til að geta að eigin dómi starfað við full heilindi í ráðuneytinu. Þá erum við komin með að einhverju leyti pólitískt framkvæmdarvald, en ekki bara faglegt - og við höfum á síðustu misserum oft séð hvað það grefur undan opinberu valdi - einkum í Bandaríkjunum, þar sem pólitískir trúnaðarmenn sitja æðstu stöður. Hætt er við því að sama gerðist hér. Þá erum við einnig farin að tala um að breyta að einhverju leyti eða öllu stjórnsýsluhefðum hér á landi og hverfa frá kerfi nágrannaríkjanna. Mögulega eykur þetta pólaríseringu í þjóðfélaginu - sem þá nær til framkvæmdarvaldsins. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er í 7. og 36. gr. heimilað að flytja embættismann til í starfi, bæði innan stjórnvalds og milli stjórnvalda, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þetta er undantekningarákvæði - sem eðlilegt er að hafa - frá aðalreglunni um auglýsingu starfa. Nú hafa ráðherrar tekið upp á því að nota undantekningarregluna við ráðningu ráðuneytisstjóra og forstöðumanna stofnana. Hvernig á að framkvæma regluna? Vel er verjanlegt að flytja menn milli jafnstæðra embætta, hrókera, td. ef ráðherrar eiga auðveldara með að vinna með einum ráðuneytisstjóra en öðrum. Í franskri stjórnsýslu hefur slík regla verið í gildi og þá miðað við að menn séu ekki meira en sjö ár í hverri stöðu, þá fari hringekja af stað. Það hefur kosti og ókosti, en vissulega geta menn orðið heimaríkir, eins og gert var grín að í Já, ráðherra. Hins vegar á annað við um framgang í starfi, þe. þegar menn færast í hærri stöðu. Þá er orðin algild regla að auglýsa. Leyfar af weberísku framgangskerfi er við lýði hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá hafa starfsmenn „from roster“ (úr eigin röðum) ákveðinn forgang. Það er víðast hvar annars staðar horfið. Framgangskerfi var hafnað hér á landi fyrir áratugum eins er rakið er hér á eftir. Meginhugmyndirnar að baki skyldunnar til að auglýsa laus störf er annars vegar að farið sé vel með almannafé; með því að ráða þann hæfasta fæst mest fyrir peningana, og hins vegar að allir standi jafnir gagnvart hinu opinbera og að verðleika þeirra séu metnir faglega og heiðarlega. Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár. Í rauninni hefur enginn stöðu „aðila máls“ við þessi skilyrði því það er enginn umsækjandi. Í fljótu bragði virðist ráðherrann þá ekki þurfa að standa nokkrum skil á röksemdum ákvörðunar sinnar. Svo er þó auðvitað ekki því honum er óheimilt að sniðganga reglur stjórnsýslunnar - með því að beita undantekningarákvæði þegar staða losnar - og raunar er líklegt að ákvæðið um flutning eigi við flutning milli jafnstæðra embætta. Til þess þyrftu aðstæður, eðli málsins samkvæmt, að vera alger undantekning. Fyrir nokkrum áratugum voru átök milli hinna weberískra sjónarmiða um framgang opinberra starfsmanna í starfi - framgangurinn, ásamt fleiru í starfsaðstæðum, td. starfsöryggi, æviráðningu og góðum lífeyrisréttindum, hélst í hendur við lág laun þeirra - og nýrra hugmynda um jafna stöðu allra á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim hugmyndum gat alls konar starfsreynsla nýst ríkinu, ekki síst frá skilvirku atvinnulífi, þá var líka rætt um nauðsyn leiðtogahæfileika hjá ríkinu, þeir leynast ekki frekar hjá opinberum starfsmönnum en öðrum. Þetta voru hugmyndir frjálshyggju, en þótt stéttarfélög opinberra starfsmanna væru þeim andvíg tókst þeim að nota þau til að hækka laun skjólstæðinga sinna - meðan hlunnindi, ss. framgangur í starfi, æviráðning og betri lífeyrissjóðir en aðrir höfðu, veiktust eða féllu niður. Þannig myndaðist sátt um að öll störf yrðu auglýst og allir á vinnumarkaði stæðu sem jafnast. Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur? Hér verður þessum spurningum ekki svarað nema að litlu leyti. Breytingin er væntanlega gerð á pólitískum forsendum, til að styrkja stöðu ríkisstjórnarflokkanna í ráðuneytunum. Að svo miklu leyti sem þetta á við er um afturhvarf til eldri og verri tíma að ræða. Frá þróuðum stjórnarháttum til geðþótta. Stundum er ráðherrann að kalla til sín einhvern sem hann ber trúnað til. Það er skiljanlegt sjónarmið, en ekki réttmætt þegar um lausar stöður er að ræða, öðru máli gegnir um flutning eins og hér hefur verið rætt, en ráðuneytisstjórar og aðrir ríkisstarfsmenn hjá okkur og í nágrannaríkjunum eiga að sýna trúnað í starfi, sem á að haldast í hendur við góða fagmennsku. Afleiðingar breytinganna eru ekki alveg fyrirséðar. Nýr ráðherra gæti frekar vantreyst ráðuneytisstjóra og forstöðumönnum sem voru handvaldir af fyrirrennara hans frekar en þeim sem ráðnir voru með auglýsingu og eftir faglegt ferli. Hann gæti því þurft að gera marga starfslokasamninga og flytja ýmsa til í starfi til að geta að eigin dómi starfað við full heilindi í ráðuneytinu. Þá erum við komin með að einhverju leyti pólitískt framkvæmdarvald, en ekki bara faglegt - og við höfum á síðustu misserum oft séð hvað það grefur undan opinberu valdi - einkum í Bandaríkjunum, þar sem pólitískir trúnaðarmenn sitja æðstu stöður. Hætt er við því að sama gerðist hér. Þá erum við einnig farin að tala um að breyta að einhverju leyti eða öllu stjórnsýsluhefðum hér á landi og hverfa frá kerfi nágrannaríkjanna. Mögulega eykur þetta pólaríseringu í þjóðfélaginu - sem þá nær til framkvæmdarvaldsins. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun