Lengi vel leit út fyrir að Man United ætlaði ekki að versla af neinu viti og Erik Ten Hag myndi sitja uppi með verri leikmannahóp en félagið hafði á síðustu leiktíð. Eftir hörmulega byrjun á tímabilinu var hins vegar ákveðið að opna veskið.
Casemiro kom frá Real Madríd og nú er Antony á leiðinni frá Ajax. Þá styttist í að markvörðurinn Martin Dúbravka gangi í raðir félagsins á láni frá Newcastle United. Með því hefur félagið sótt sex leikmenn í sumar en ásamt þeim þremur þá kom Christian Eriksen á frjálsri sölu, Lisandro Martínez kom frá Ajax og Tyrell Malacia kom frá Feyenoord.
Tölfræðivefurinn WhoScored heldur því fram að þar með sé félagaskiptigluggi sumarsins orðinn sá dýrasti í sögu Man United. Stóra spurningin er hvort leikmennirnir sem liðið hefur sótt í sumar nái betri árangri en þeir sem hafa verið sóttir á undanförnum árum.
Antony (£85.5m)
— WhoScored.com (@WhoScored) August 30, 2022
Casemiro (£70m)
Lisandro Martinez (£56.7m)
Tyrell Malacia (£14.6m)
Christian Eriksen (free)
With well over £200m spent on new signings, this is a record-breaking transfer window for Manchester United
Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem Man United hefur fest kaup á undanfarin fimm tímabil.
2021-22
Jadon Sancho – Borussia Dortmund
Raphaël Varane – Real Madríd
Cristiano Ronaldo – Juventus
Tom Heaton – Aston Villa (á frjálsri sölu)
2020-21
Donny van de Beek – Ajax
Amad Diallo – Atalanta
Alex Telles – Porto
Facundo Pellestri – Peñarol
Edinson Cavani – París Saint-Germain (á frjálsri sölu)
2019-20
Harry Maguire - Leicester City
Bruno Fernandes - Sporting
Aaron Wan-Bissaka - Crystal Palace
Daniel James - Swansea City
Odion Ighalo – Shenhua (á láni)
2018-19
Fred – Shakhtar Donetsk
Diogo Dalot – Porto
Lee Grant – Stoke City
2017-18
Romely Lukaku – Everton
Nemanja Matić – Chelsea
Victor Lindelöf – Benfica
Alexis Sánchez – Arsenal