Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. ágúst 2022 21:12 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ráðningu Lilju Alfreðsdóttur á Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo þingmenn stjórnarandstöðunnar, þá Andrés Inga Jónsson frá Pírötum og Jóhann Pál Jóhannsson frá Samfylkingunni. Þeir eru sammála um að þetta sé enn eitt dæmið um misbeitingu valds hjá ríkisstjórninni þegar skipað er í æðstu embætti ríkisins. „Staða þjóðminjavarðar sýnir svo vel af hverju það skiptir máli að fara faglega að því heldur en að fara þessa hjáleið þar sem það var síðast auglýst í þetta embætti fyrir meira tuttugu árum og landslagið hefur tekið stakkaskiptum varðandi mannauð,“ segir Andrés. Viðtal við Andrés og Jóhann sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið hefst á 3:37. Hann segir Hörpu vel hæfa til þess að sinna starfinu, en mögulega sé til hæfari einstaklingur sem hefði fundist ef staðan hefði verið auglýst. Jóhann Páll bendir á það að meirihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður án auglýsingar og telur að þjóðin sé farin að klóra sér í kollinum yfir þessum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ segir Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann segist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskildu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ segir Jóhann. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo þingmenn stjórnarandstöðunnar, þá Andrés Inga Jónsson frá Pírötum og Jóhann Pál Jóhannsson frá Samfylkingunni. Þeir eru sammála um að þetta sé enn eitt dæmið um misbeitingu valds hjá ríkisstjórninni þegar skipað er í æðstu embætti ríkisins. „Staða þjóðminjavarðar sýnir svo vel af hverju það skiptir máli að fara faglega að því heldur en að fara þessa hjáleið þar sem það var síðast auglýst í þetta embætti fyrir meira tuttugu árum og landslagið hefur tekið stakkaskiptum varðandi mannauð,“ segir Andrés. Viðtal við Andrés og Jóhann sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið hefst á 3:37. Hann segir Hörpu vel hæfa til þess að sinna starfinu, en mögulega sé til hæfari einstaklingur sem hefði fundist ef staðan hefði verið auglýst. Jóhann Páll bendir á það að meirihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður án auglýsingar og telur að þjóðin sé farin að klóra sér í kollinum yfir þessum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ segir Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann segist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskildu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ segir Jóhann.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent