Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 15:31 Stilla úr kvikmyndinni Slash/Back. RIFF fer fram 29. september til 9. október. RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. „Grunninn í hryllingsmyndum Inúíta má finna í hefðbundnum uppeldisaðferðum hirðingjasamfélagsins. Mikilvægi þess að vara börn og ungmenni við hættum umhverfisins var uppspretta fjölda sagna um skrímsli sem bjuggu allt um kring,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Skrímslið í hafinu tekur börn og ber þau niður í djúpin til sín og þaðan á enginn afturkvæmt. Norðurljósin dansa um með höfuð þeirra barna sem nota ekki húfur og sparka á milli sín eins og fótbolta. Með því að koma skilaboðum um hættur umhverfisins til barnanna með sögum er engin þörf á því að skamma börn, garga á þau eða refsa þeim.“ Þau læra að þekkja hætturnar með sögunum sem þau drekka í sig með móðurmjólkinni. „Nýrri hættir, sem fylgdu nýlendustefnu á landsvæðum Inúíta, drógu úr þeim menningarbundnu áherslum sem fylgdu sagnahefð inúíta og skýrir að mörgu leyti þær vinsældir sem hryllingsmyndagerð nútímans fagnar. Nýlenduvæðingu inúítasamfélaga má auðveldlega skoða sem innrás í samfélagið. Myndlíkingin er því fullkomin hvort heldur sem um er að ræða innrás geimvera eða uppvakninga. En það sem er kannski áhugaverðast er að inúískir sögumenn nútímans eru að lýsa heimsenda með sjónarhorni sigurvegarans, þess sem hefur tekist á við áföllin og lifað af hamfarirnar.“ Og sigurvegarinn sækir í aðferðafræði sagnaarfsins, þá þekkingu sem tryggði inúítum líf við erfið skilyrði öld fram af öld. Í aldanna rás hafa konur notað skrímslin til að varða leiðina og því rökrétt að sagnaarfurinn brjóti sér leið með kvenkyns leikstjórum í kvikmyndagerð nútímans. Leikstjórarnir Nyla Innuksuk og Kirsten Carthew tilheyra þessum hópi kvikmyndagerðafólks og stuttmyndir í leikstjórn Jennie Williams og Mariu Fredriksson verða einnig sýndar á RIFF 2022. Sérstakar umræður verða um hryllingsmyndir norðurskautsins, stýrt af Cass Gardiner og Nyla Innuksuk mun taka þátt í þeim. Myndirnar sem sýndar verða í þessum flokki eru Slegið til baka / Slash/Back, Póllinn / Polaris, Nalujuk-kvöldið / Nalujuk Night, Mahaha, Nagdýr grjótsins / Gnawer of Rocks og Lærlingur sjamansins / ANGAKUSAJAUJUQ. Bíó og sjónvarp RIFF Norðurslóðir Tengdar fréttir Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58 Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31 The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
„Grunninn í hryllingsmyndum Inúíta má finna í hefðbundnum uppeldisaðferðum hirðingjasamfélagsins. Mikilvægi þess að vara börn og ungmenni við hættum umhverfisins var uppspretta fjölda sagna um skrímsli sem bjuggu allt um kring,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Skrímslið í hafinu tekur börn og ber þau niður í djúpin til sín og þaðan á enginn afturkvæmt. Norðurljósin dansa um með höfuð þeirra barna sem nota ekki húfur og sparka á milli sín eins og fótbolta. Með því að koma skilaboðum um hættur umhverfisins til barnanna með sögum er engin þörf á því að skamma börn, garga á þau eða refsa þeim.“ Þau læra að þekkja hætturnar með sögunum sem þau drekka í sig með móðurmjólkinni. „Nýrri hættir, sem fylgdu nýlendustefnu á landsvæðum Inúíta, drógu úr þeim menningarbundnu áherslum sem fylgdu sagnahefð inúíta og skýrir að mörgu leyti þær vinsældir sem hryllingsmyndagerð nútímans fagnar. Nýlenduvæðingu inúítasamfélaga má auðveldlega skoða sem innrás í samfélagið. Myndlíkingin er því fullkomin hvort heldur sem um er að ræða innrás geimvera eða uppvakninga. En það sem er kannski áhugaverðast er að inúískir sögumenn nútímans eru að lýsa heimsenda með sjónarhorni sigurvegarans, þess sem hefur tekist á við áföllin og lifað af hamfarirnar.“ Og sigurvegarinn sækir í aðferðafræði sagnaarfsins, þá þekkingu sem tryggði inúítum líf við erfið skilyrði öld fram af öld. Í aldanna rás hafa konur notað skrímslin til að varða leiðina og því rökrétt að sagnaarfurinn brjóti sér leið með kvenkyns leikstjórum í kvikmyndagerð nútímans. Leikstjórarnir Nyla Innuksuk og Kirsten Carthew tilheyra þessum hópi kvikmyndagerðafólks og stuttmyndir í leikstjórn Jennie Williams og Mariu Fredriksson verða einnig sýndar á RIFF 2022. Sérstakar umræður verða um hryllingsmyndir norðurskautsins, stýrt af Cass Gardiner og Nyla Innuksuk mun taka þátt í þeim. Myndirnar sem sýndar verða í þessum flokki eru Slegið til baka / Slash/Back, Póllinn / Polaris, Nalujuk-kvöldið / Nalujuk Night, Mahaha, Nagdýr grjótsins / Gnawer of Rocks og Lærlingur sjamansins / ANGAKUSAJAUJUQ.
Bíó og sjónvarp RIFF Norðurslóðir Tengdar fréttir Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58 Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31 The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58
Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31
The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30
Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08