„Þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 15:05 Glódís Perla Viggósdóttir segir stuðninginn sem Ísland fékk á EM hafa hjálpað liðinu og vonast eftir því sama á föstudaginn. VÍSIR/VILHELM Glódís Perla Viggósdóttir segir það gott að hafa ekki þurft að bíða lengi frá EM eftir því að hitta aftur vinkonur sínar í íslenska landsliðinu í fótbolta. Framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM og Glódís vonast eftir góðum stuðningi líkt og á EM. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld á Laugardalsvelli en með sigri þar dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi í Utrecht á þriðjudaginn til að komast á HM í fyrsta sinn. „Ég vona að það komi margir. Þetta er mikilvægur leikur og við þökkum allan stuðning sem þjóðin er til í að gefa okkur. Við sáum á EM hvað þetta þýddi mikið fyrir okkur og gaf okkur mikinn aukastyrk. Ég vona innilega að fólk vilji koma og vera í þessu með okkur,“ sagði Glódís fyrir æfingu landsliðsins í dag. Glódís gætir þess að hugsa ekki strax til „úrslitaleiksins“ við Hollendinga: „Þessi leikur á föstudaginn skiptir öllu máli eins og staðan er núna. Það þýðir ekkert fyrir okkur að hugsa of langt fram í tímann. Við þurfum að eiga toppleik á föstudaginn því þetta er lið á uppleið, sem vann Tékkland í síðasta leik sínum. Þær koma hingað með fullt af sjálfstrausti og þetta verður hörkuleikur. Það þýðir ekkert fyrir okkur að mæta af hálfum huga,“ sagði Glódís. Klippa: Glódís Perla vill fólk á völlinn Glódís er leikmaður Bayern München og hefur verið á undirbúningstímabili með liðinu á Ítalíu og í Frakklandi: „Við erum búnar að vera að spila mikið af leikjum á móti góðum andstæðingum, það er bara ótrúlega gaman að fá að spila stóra leiki á undirbúningstímabilinu, þannig að já, ég er í mjög góðu standi,“ segir Glódís sem segist hafa verið farin að sakna liðsfélaga sinna úr landsliðinu eftir EM: „Við vorum ekki alveg nógu sáttar með að fara ekki upp úr riðlinum, og ná því ekki okkar markmiðum á EM. Samt sem áður erum við ótrúlega ánægðar með margt sem við gerðum á EM. Við vorum taplausar þar. Ég held að við séum búnar að sakna hver annarrar svolítið mikið. Við vorum lengi saman í sumar og það er gott að hafa bara fengið stutt frí og vera mættar aftur, klárar í næsta slag.“ Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira