Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn og var lögreglan á svæðinu til þess að handtaka Donovan Lewis fyrir líkamsárás og fyrir ólöglega meðferð á skotvopni.
Lögreglan birti samdægurs myndbönd úr búkmyndavélum lögreglumannanna og þar sést þegar lögregla opnar hurðina á svefnherbergi Lewis og skýtur hann einungis nokkrum sekúndum síðar.
Here is the body cam footage of Police in Columbus, Ohio shooting and killing an unarmed black man who was in bed within one second of opening his bedroom door.
— Erick Bellomy (@erickbellomy) August 31, 2022
Trigger Warning: Police Violence and Murder pic.twitter.com/ul8SzpC1Fy
Lewis hafði verið sofandi og vaknaði þegar lögreglan ruddist inn í herbergið. Hann hafði sofnað með rafrettu í hendinni og hélt því á henni þegar hann rétti sig við í rúminu. Lögreglan taldi rafrettuna vera skotvopn en engin skotvopn fundust í herbergi mannsins eftir atvikið.
Lewis féll á rúmið eftir að hafa verið skotinn í kviðinn og kölluðu lögreglumennirnir eftir því að hann myndi skríða út úr herberginu. Lewis gerði það og var svo settur í handjárn.
Hann var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa verið tekin úr íbúðinni og lést þar síðar um nóttina. Lögreglumaðurinn sem skaut hann, Ricky Anderson, hefur verið sendur í launað leyfi vegna atviksins.