Lánveitendur þurfi að aðstoða fólk sjái það fram á tímabundna erfiðleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 09:19 Sólveig Gunnarsdóttir segir fólk oft ekki vita af möguleikunum þegar það á í greiðsluerfiðleikum. Bylgjan Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi segir fólk mun verndaðra gagnvart lánveitendum en fyrirtæki. Hægt sé að leita til bankanna, sjái fólk fram á tímabundna greiðsluörðugleika, sem verði að koma til móts við lántaka. Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði vegna hækkandi stýrivaxta Seðlabankans. Bankarnir hafa til að bregðast við hækkandi stýrivöxtum hækkað vexti á lánum en síðast hækkaði Landsbankinn breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig í morgun. Margir finna eflaust fyrir hækkandi verðlagi en greiðslubyrði íbúðalána er ekki sú eina sem hefur hækkað heldur líka almennt verðlag neysluvöru. Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi minnir fólk á að það geti alltaf leitað leiða til að minnka greiðslubyrðina lendi það í vandræðum. „Það er í löggjöfinni um lán til neytenda, það er einstaklinga, að ef séð er fram á tímabundna greiðsluörðugleika þá ber lánveitanda að aðstoða,“ segir Sólveig Gunnarsdóttir fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi. „Ef við ætlum að fara í greiðsluerfiðleikaúrræði, sem er yfirleitt bara í stuttan tíma, þá verður það að vera fæðingarorlof, tímabundið atvinnuleysi eða alvarleg veikindi. Eitthvað á þeirri línu. Hins vegar, eins og ástandið er í dag, fólk sem er með breytilega vexti og sér ekki fram á að ná utan um þetta þrátt fyrir að það séu ekki tímabundnar aðstæður, þá getur það farið í bankann og óskað eftir að finna einhverja úrlausn sinna leiða. Það getur verið með því að lengja í láninu, breyta tegund lánsins og eitthvað slíkt.“ Margir viti ekki af möguleika um greiðsluúrræði Fasteignalánin séu almennt stærsti útgjaldaliður heimilanna og fólki bregði því mest þegar þau hækki. Ýmislegt annað, eins og skammtímalán, geti þó verið þyngri liður. „Ég er oft að fá einstaklinga sem eru með ótrúlega mörg skammtímalán sem eru með himinháa vaxti og bíta miklu harðar í núna en íbúðalánin,“ segir Sólveig. Misjafnt sé eftir bönkum hvernig komið er til móts við fólk með sértæk greiðsluúrræði. Þau séu tímabundin, yfirleitt bundin við nokkra mánuði. „Sumir bankar bjóða upp á að þú greiðir fimtíu prósent af hefðbundinni greiðslu, aðrir bjóða upp á að frysta stærri hluta,“ segir Sólveig. Margir viti ekki af þessum möguleikum. „Þetta varðar líka hvað má auglýsa og fleira, varðandi lán hjá bönkunum. Þeim eru settar ýmsar skorður um það. Það er þannig að fólk er oft stressað að leita sér aðstoðar varðandi greiðsluerfiðleika,“ segir Sólveig. „Ég segi oft að þetta sé tíminn sem þú átt að njóta þess að vera með barnið þitt eða ef þú glímir við veikindi, þá ertu í veikindaleyfi af ástæðu og átt að vera að hugsa um heilsuna en ekki að panikka að greiða einn reikning. Segjum að þú fáir þriggja eða sex mánaða úrræði og náir betri heilsu, betri tíma með fjölskyldunni. Það lengir kannski lánið um sex mánuði en svo kemurðu kannski bara sterkari til baka og getur greitt upp þennan tíma eftir það.“ Verðlag Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. 30. ágúst 2022 14:16 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað töluvert undanfarna mánuði vegna hækkandi stýrivaxta Seðlabankans. Bankarnir hafa til að bregðast við hækkandi stýrivöxtum hækkað vexti á lánum en síðast hækkaði Landsbankinn breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig í morgun. Margir finna eflaust fyrir hækkandi verðlagi en greiðslubyrði íbúðalána er ekki sú eina sem hefur hækkað heldur líka almennt verðlag neysluvöru. Fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi minnir fólk á að það geti alltaf leitað leiða til að minnka greiðslubyrðina lendi það í vandræðum. „Það er í löggjöfinni um lán til neytenda, það er einstaklinga, að ef séð er fram á tímabundna greiðsluörðugleika þá ber lánveitanda að aðstoða,“ segir Sólveig Gunnarsdóttir fjármála- og fyrirtækjaráðgjafi. „Ef við ætlum að fara í greiðsluerfiðleikaúrræði, sem er yfirleitt bara í stuttan tíma, þá verður það að vera fæðingarorlof, tímabundið atvinnuleysi eða alvarleg veikindi. Eitthvað á þeirri línu. Hins vegar, eins og ástandið er í dag, fólk sem er með breytilega vexti og sér ekki fram á að ná utan um þetta þrátt fyrir að það séu ekki tímabundnar aðstæður, þá getur það farið í bankann og óskað eftir að finna einhverja úrlausn sinna leiða. Það getur verið með því að lengja í láninu, breyta tegund lánsins og eitthvað slíkt.“ Margir viti ekki af möguleika um greiðsluúrræði Fasteignalánin séu almennt stærsti útgjaldaliður heimilanna og fólki bregði því mest þegar þau hækki. Ýmislegt annað, eins og skammtímalán, geti þó verið þyngri liður. „Ég er oft að fá einstaklinga sem eru með ótrúlega mörg skammtímalán sem eru með himinháa vaxti og bíta miklu harðar í núna en íbúðalánin,“ segir Sólveig. Misjafnt sé eftir bönkum hvernig komið er til móts við fólk með sértæk greiðsluúrræði. Þau séu tímabundin, yfirleitt bundin við nokkra mánuði. „Sumir bankar bjóða upp á að þú greiðir fimtíu prósent af hefðbundinni greiðslu, aðrir bjóða upp á að frysta stærri hluta,“ segir Sólveig. Margir viti ekki af þessum möguleikum. „Þetta varðar líka hvað má auglýsa og fleira, varðandi lán hjá bönkunum. Þeim eru settar ýmsar skorður um það. Það er þannig að fólk er oft stressað að leita sér aðstoðar varðandi greiðsluerfiðleika,“ segir Sólveig. „Ég segi oft að þetta sé tíminn sem þú átt að njóta þess að vera með barnið þitt eða ef þú glímir við veikindi, þá ertu í veikindaleyfi af ástæðu og átt að vera að hugsa um heilsuna en ekki að panikka að greiða einn reikning. Segjum að þú fáir þriggja eða sex mánaða úrræði og náir betri heilsu, betri tíma með fjölskyldunni. Það lengir kannski lánið um sex mánuði en svo kemurðu kannski bara sterkari til baka og getur greitt upp þennan tíma eftir það.“
Verðlag Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41 Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. 30. ágúst 2022 14:16 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Landsbankinn fyrstur til að hækka vextina Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,75 prósentustig og verða þeir eftir breytingu sjö prósent. 1. september 2022 07:41
Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt. 30. ágúst 2022 14:16
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35