Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annað hvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Glæpagengin og ofbeldið Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Kosningabaráttan er í fullum gangi, en kosningarnar fara fram 11. september næstkomandi. Myndin er tekin við Sergels torg í Stokkhólmi.EPA Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu. Sjúkrahússpláss og ný kjarnorkuver Kosningabaráttan hefur einnig mikið snúið að heilbrigðismálum, en kórónuveirufaraldurinn leiddi í ljós mikinn skort á sjúkrahúsplássum og hefur umræða verið áberandi um hvernig skuli leysa þá stöðu. Sömuleiðis hafa orkumálin og hækkandi orkuverð, meðal vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mikið verið til umræðu og á síðustu dögum hafa Kristilegir demókratar lagt til að ráðist verði í smíði nýs kjarnorkuvers á Skáni. Jafnaðarmenn tilkynntu svo í gær að þeir væru vel opnir fyrir því að byggingu nýrra kjarnorkuvera í landinu til að leysa orkuvandann, en Svíar, líkt og aðrir á meginlandi Evrópu, sjá fram á mikla hækkun á orkureikningi sínum í vetur. Magdalena Andersson er formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Stefan Löfven á síðasta ári, fyrst kvenna.EPA Verðbólga og minnkandi kaupmáttur almenning hefur einnig verið á dagskrá þar sem margir hafa krafist aðgerða af hálfu hins opinbera og þá hafa vinstriflokkarnir lagt áherslu á að ekki verði mögulegt að greiða út arð til félaga sem reka skóla. Hrist upp í blokkapólitíkinni Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nokkrar breytingar hafa þó orðið í hinu pólitíska landslagi á kjörtímabilinu þar sem helst ber að nefna að hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafa opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Sömuleiðis hefur nokkur breyting orðið á afstöðu Miðflokksins, sem myndaði stjórnarbandalag með hægriflokkunum á árunum 2006 til 2014 þegar Frederik Reinfeldt, þáverandi formaður Moderaterna, gegndi embætti forsætisráðherra landsins. Märta Stenevi er annar talsmaður Græningja.EPA Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Löfven hætti sem formaður á síðasta ári og var Magdalena Andersson, þáverandi fjármálaráðherra, kjörin nýr formaður flokksins og tók í kjölfarið við embætti forsætisráðherra landsins, fyrst kvenna. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo talsmenn, þau Per Bolund og Märta Stenevi. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í Vinstriflokknum á kjörtímabilinu.EPA Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Formaðurinn Annie Lööf hefur talað mjög skýrt gegn því að Svíþjóðardemókrötum verði hleypt í valdastöðu. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.EPA Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Ebba Busch er formaður Kristilegra demókrata.EPA Utan blokka: Svíþjóðardemókratar: Flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkurinn hefur sömuleiðis lagt áherslu á málefni eldri borgara. Talið er að flokkurinn stefni að því að komast í valdastöðu með því að verja hægristjórn, undir stjórn Kristerssons, formanns Moderaterna, vantrausti. Skoðanakannanir benda margar til að Svíþjóðardemókratar komi til með að verða stærri en Moderaterna í komandi kosningum. Formaður Svíþjóðardemókrata er Jimmie Åkesson sem hefur gegnt formennsku í flokknum fá árinu 2005. Jimmie Åkesson hefur leitt Svíþjóðardemókrata í sautján ár.EPA Blokk borgaralegu flokkanna mælist stærri Skoðanakannanir síðustu daga benda nú til að blokk hinna borgaralegu flokka sé með meira fylgi en blokk vinstriflokka. Mælist vinstri blokkin, auk Miðflokksins, nú með samtals 47,7 prósent, en borgara blokkin, auk Svíþjóðardemókrata, með 51,4 prósent. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 1. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 26,6 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 5,9 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 8,4 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 6,8 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 18,9 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 7,2 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,3 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 20,0 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Breytt staða Svíþjóðardemókrata En af hverju er svo komið að Svíþjóðardemókratar eru skyndilega ekki lengur í kuldanum? Hinir borgaralegu flokkar ákváðu á kjörtímabilinu að opna á samstarf við flokkinn eftir að hann hafði meðal annars rekið fjölda einstaklinga úr flokknum sem voru taldir vera með tengsl við hreyfingar nýnasista. Þá hafa Svíþjóðardemókratar fært sig nær hinum borgaralegu flokknum þegar kemur að ýmsum atriðum, meðal annars í utanríkismálum, á sama tíma og borgaralegu flokkarnir hafa hert afstöðu sína til straums innflytjenda. Þannig hafa flokkarnir nálgast hver annan. Svíþjóðardemókratar höfðu alla tíð talað gegn NATO-aðild Svíþjóðar, en breyttu, líkt og Jafnaðarmenn, afstöðu sinni og studdu aðildartillöguna á sænska þinginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. Ljóst má vera að annað hvort hann eða Magdalena Andersson verður næsti forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Svo er raunin sú að Moderaterna vilja komast í stjórn á ný og svo virðist sem að eina leiðin til þess sé að treysta á að Svíþjóðardemókratar verji slíka stjórn vantrausti. Skoðanakannanir hafa líka bent til að Svíþjóðardemókratar kunni vel að verða næststærsti flokkurinn á þingi – minni en Jafnaðarmenn en stærri en Moderaterna. Kristersson, formaður Moderaterna, segir að það sé ekki á dagskrá að setja saman stjórn borgaralegra flokka undir forystu Svíþjóðardemókrata. Johan Pehrson tók við formennsku í Frjálslynda flokknum síðasta vor.Liberalerna Annie Lööf, hægrið og vinstrið Margir hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að Miðflokknum sem hefur í gegnum árin unnið bæði til hægri og vinstri í sænskum stjórnmálum. Miðflokkurinn var hluti af „Bandalaginu“ – bandalagi hinna borgarlegu flokka (það er Moderaterna, Miðflokkurinn, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir) – á árunum 2006 til 2014, þegar Frederik Reinfeldt gegndi embætti forsætisráðherra. Eftir kosningarnar 2018 ákvað flokkurinn hins vegar, ásamt Frjálslyndum, að styðja tillögu um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, yrði áfram forsætisráðherra. Töldu Miðflokksmenn það nauðsynlegt skref til að tryggja að Svíþjóðardemókratar kæmust ekki í valdastöðu í sænskum stjórnmálum. Frjálslyndir voru þó fljótir að hætta stuðningi við ríkisstjórnina á kjörtímabilinu og eru nú aftur í bandalagi hinna borgaralegu flokka. Í aðdraganda kosninganna nú hefur Annie Lööf, formaður Miðflokksins, bent á Magdalenu Andersson sem næsta forsætisráðherra og opnað á að Miðflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum. Hún hefur þó einnig sagt að hún hefði frekar viljað sá Kristersson sem næsta forsætisráðherra, hefði það ekki einnig falið í sér að tryggja að Svíþjóðardemókratar kæmust í valdastöðu. Fjölmargir hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.EPA Hvernig verður ný stjórn valin? Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Fyrsta mál á dagskrá þegar nýtt þing kemur saman er að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo eiga samtöl við formenn þeirra flokka sem sæti eiga á þingi og svo veita þeim, sem hann telur líklegasta til að geta myndað stjórn, eins konar umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo leggja fram tillögu fyrir þingið um nýjan forsætisráðherra, telji hann, að loknum samtölum við formennina, vera grundvöllur fyrir myndun nýrrar stjórnar. Ekki þarf meirihluti þings að samþykkja viðkomandi í atkvæðagreiðslu, heldur er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þarf einungis að umbera viðkomandi, það er ekki greiða atkvæði gegn. Þingforsetinn getur í fjórgang lagt fram tillögu um nýjan forsætisráðherra fyrir þingið. Takist ekki að skipa nýjan forstætisráðherra eftir það, þarf lögum samkvæmt að boða til kosninga á nýjan leik. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Fréttaskýringar Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Ljóst þykir að næsti forsætisráðherra Svíþjóðar verði annað hvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmannaflokksins og núverandi forsætisráðherra, eða þá Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna. Glæpagengin og ofbeldið Kosningabaráttan hefur framan af einkennst mest af umræðu um þá öldu ofbeldis sem hefur víða riðið yfir sænskt samfélag og hvað skuli gerast til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Langflestar árásirnar tengjast valdabaráttu glæpagengja en ofbeldið hefur vitanlega áhrif á landið allt og hefur víða skapað ótta. Kosningabaráttan er í fullum gangi, en kosningarnar fara fram 11. september næstkomandi. Myndin er tekin við Sergels torg í Stokkhólmi.EPA Fréttaskýrendur segja það ótvírætt að það sé vatn á myllu hinna borgaralegu flokka og Svíþjóðardemókrata, verði glæpagengin og ofbeldið helsta kosningamálið á dagskrá síðustu daga kosningabaráttunnar. Það breyti því þó ekki að Jafnaðarmenn hafa einnig talað fyrir harðari aðgerðum til að bregðast við ástandinu. Sjúkrahússpláss og ný kjarnorkuver Kosningabaráttan hefur einnig mikið snúið að heilbrigðismálum, en kórónuveirufaraldurinn leiddi í ljós mikinn skort á sjúkrahúsplássum og hefur umræða verið áberandi um hvernig skuli leysa þá stöðu. Sömuleiðis hafa orkumálin og hækkandi orkuverð, meðal vegna innrásar Rússa í Úkraínu, mikið verið til umræðu og á síðustu dögum hafa Kristilegir demókratar lagt til að ráðist verði í smíði nýs kjarnorkuvers á Skáni. Jafnaðarmenn tilkynntu svo í gær að þeir væru vel opnir fyrir því að byggingu nýrra kjarnorkuvera í landinu til að leysa orkuvandann, en Svíar, líkt og aðrir á meginlandi Evrópu, sjá fram á mikla hækkun á orkureikningi sínum í vetur. Magdalena Andersson er formaður Jafnaðarmannaflokksins. Hún tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar af Stefan Löfven á síðasta ári, fyrst kvenna.EPA Verðbólga og minnkandi kaupmáttur almenning hefur einnig verið á dagskrá þar sem margir hafa krafist aðgerða af hálfu hins opinbera og þá hafa vinstriflokkarnir lagt áherslu á að ekki verði mögulegt að greiða út arð til félaga sem reka skóla. Hrist upp í blokkapólitíkinni Sænsk stjórnmál hafa um árabil einkennst af blokkapólitík þar sem einstaka stjórnmálaflokkar hafa fyrir kosningar boðað að þeir muni starfa saman að myndun nýrrar stjórnar, fái þeir til þess nægt umboð. Nokkrar breytingar hafa þó orðið í hinu pólitíska landslagi á kjörtímabilinu þar sem helst ber að nefna að hægriflokkarnir Moderaterna, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafa opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata sem höfðu verið einangraðir á þingi allt frá því að flokkurinn náði fyrst inn mönnum á þing árið 2010. Sömuleiðis hefur nokkur breyting orðið á afstöðu Miðflokksins, sem myndaði stjórnarbandalag með hægriflokkunum á árunum 2006 til 2014 þegar Frederik Reinfeldt, þáverandi formaður Moderaterna, gegndi embætti forsætisráðherra landsins. Märta Stenevi er annar talsmaður Græningja.EPA Vinstriblokkin: Jafnaðarmannaflokkurinn: Flokkur Magdalenu Andersson forsætisráðherra og er hinn hefðbundni valdaflokkur í sænskum stjórnmálum. Meðal fyrrverandi formanna flokksins og forsætisráðherra má nefna Tage Erlander, Olof Palme, Göran Persson og Stefan Löfven. Löfven hætti sem formaður á síðasta ári og var Magdalena Andersson, þáverandi fjármálaráðherra, kjörin nýr formaður flokksins og tók í kjölfarið við embætti forsætisráðherra landsins, fyrst kvenna. Græningjar: Flokkurinn myndaði ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum frá 2014 til 2021 en sagði skilið við ríkisstjórnina á síðasta ári. Þingmenn flokksins hafa þó varið ríkisstjórn Jafnaðarmanna vantrausti síðustu mánuði. Flokkurinn er ekki með eiginlegan formann, heldur tvo talsmenn, þau Per Bolund og Märta Stenevi. Vinstriflokkurinn: Flokkurinn er yst til vinstri á hinum pólitíska ás í sænskum stjórnmálum. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í flokknum á yfirstandandi kjörtímabili, en flokkurinn ver stjórn Andersson vantrausti. Nooshi Dadgostar tók við formennsku í Vinstriflokknum á kjörtímabilinu.EPA Miðjan: Miðflokkurinn: Flokkurinn á rætur sína innan bændahreyfingarinnar og hefur helst sótt fylgi sitt á landsbyggðinni. Í kjölfar þeirrar pattstöðu sem kom upp eftir þingkosningarnar 2018 ákvað flokkurinn að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti, gegn því að fá ákveðin mál í gegn, í stað þess að eiga þátt í myndun hægristjórnar sem væri háð stuðningi Svíþjóðardemókrata. Formaðurinn Annie Lööf hefur talað mjög skýrt gegn því að Svíþjóðardemókrötum verði hleypt í valdastöðu. Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.EPA Borgaralega blokkin: Moderaterna: Flokkurinn hefur í gegnum árin verið hinn stóri flokkur á hægri væng sænskra stjórnmála og í seinni tíð hafa tveir formenn flokksins gegnt embætti forsætisráðherra Svíþjóðar – þeir Carl Bildt (1991-94) og Frederik Reinfeldt (2006-14). Núverandi formaður flokksins er Ulf Kristersson og er hann hið raunverulega forsætisráðherraefni hægri flokkanna. Kristilegir demókratar: Flokkurinn hefur um árabil átt í nánu samstarfi við Moderaterna, og talar oft á tíðum fyrir íhaldssömum gildum. Formaður flokksins er Ebba Busch sem hefur stýrt flokknum frá árinu 2015. Frjálslyndi flokkurinn: Flokkurinn hefur átt í talsverðum vandræðum á kjörtímabilinu þar sem fylgið hefur mælst mjög lágt og oft á tíðum vel undir þeim þröskuldi sem þarf í kosningum til að ná inn mönnum á þing. Formannsskipti urðu fyrir um hálfu ári þar sem Johan Pehrson tók við formennskunni af Nyamko Sabuni. Ebba Busch er formaður Kristilegra demókrata.EPA Utan blokka: Svíþjóðardemókratar: Flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar. Flokkurinn hefur sömuleiðis lagt áherslu á málefni eldri borgara. Talið er að flokkurinn stefni að því að komast í valdastöðu með því að verja hægristjórn, undir stjórn Kristerssons, formanns Moderaterna, vantrausti. Skoðanakannanir benda margar til að Svíþjóðardemókratar komi til með að verða stærri en Moderaterna í komandi kosningum. Formaður Svíþjóðardemókrata er Jimmie Åkesson sem hefur gegnt formennsku í flokknum fá árinu 2005. Jimmie Åkesson hefur leitt Svíþjóðardemókrata í sautján ár.EPA Blokk borgaralegu flokkanna mælist stærri Skoðanakannanir síðustu daga benda nú til að blokk hinna borgaralegu flokka sé með meira fylgi en blokk vinstriflokka. Mælist vinstri blokkin, auk Miðflokksins, nú með samtals 47,7 prósent, en borgara blokkin, auk Svíþjóðardemókrata, með 51,4 prósent. Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 1. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 26,6 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 5,9 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 8,4 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 6,8 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 18,9 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 7,2 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,3 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 20,0 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent) Breytt staða Svíþjóðardemókrata En af hverju er svo komið að Svíþjóðardemókratar eru skyndilega ekki lengur í kuldanum? Hinir borgaralegu flokkar ákváðu á kjörtímabilinu að opna á samstarf við flokkinn eftir að hann hafði meðal annars rekið fjölda einstaklinga úr flokknum sem voru taldir vera með tengsl við hreyfingar nýnasista. Þá hafa Svíþjóðardemókratar fært sig nær hinum borgaralegu flokknum þegar kemur að ýmsum atriðum, meðal annars í utanríkismálum, á sama tíma og borgaralegu flokkarnir hafa hert afstöðu sína til straums innflytjenda. Þannig hafa flokkarnir nálgast hver annan. Svíþjóðardemókratar höfðu alla tíð talað gegn NATO-aðild Svíþjóðar, en breyttu, líkt og Jafnaðarmenn, afstöðu sinni og studdu aðildartillöguna á sænska þinginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. Ljóst má vera að annað hvort hann eða Magdalena Andersson verður næsti forsætisráðherra Svíþjóðar.EPA Svo er raunin sú að Moderaterna vilja komast í stjórn á ný og svo virðist sem að eina leiðin til þess sé að treysta á að Svíþjóðardemókratar verji slíka stjórn vantrausti. Skoðanakannanir hafa líka bent til að Svíþjóðardemókratar kunni vel að verða næststærsti flokkurinn á þingi – minni en Jafnaðarmenn en stærri en Moderaterna. Kristersson, formaður Moderaterna, segir að það sé ekki á dagskrá að setja saman stjórn borgaralegra flokka undir forystu Svíþjóðardemókrata. Johan Pehrson tók við formennsku í Frjálslynda flokknum síðasta vor.Liberalerna Annie Lööf, hægrið og vinstrið Margir hafa sömuleiðis beint sjónum sínum að Miðflokknum sem hefur í gegnum árin unnið bæði til hægri og vinstri í sænskum stjórnmálum. Miðflokkurinn var hluti af „Bandalaginu“ – bandalagi hinna borgarlegu flokka (það er Moderaterna, Miðflokkurinn, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir) – á árunum 2006 til 2014, þegar Frederik Reinfeldt gegndi embætti forsætisráðherra. Eftir kosningarnar 2018 ákvað flokkurinn hins vegar, ásamt Frjálslyndum, að styðja tillögu um að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, yrði áfram forsætisráðherra. Töldu Miðflokksmenn það nauðsynlegt skref til að tryggja að Svíþjóðardemókratar kæmust ekki í valdastöðu í sænskum stjórnmálum. Frjálslyndir voru þó fljótir að hætta stuðningi við ríkisstjórnina á kjörtímabilinu og eru nú aftur í bandalagi hinna borgaralegu flokka. Í aðdraganda kosninganna nú hefur Annie Lööf, formaður Miðflokksins, bent á Magdalenu Andersson sem næsta forsætisráðherra og opnað á að Miðflokkurinn taki sæti í ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum. Hún hefur þó einnig sagt að hún hefði frekar viljað sá Kristersson sem næsta forsætisráðherra, hefði það ekki einnig falið í sér að tryggja að Svíþjóðardemókratar kæmust í valdastöðu. Fjölmargir hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.EPA Hvernig verður ný stjórn valin? Alls eiga 349 þingmenn sæti á sænska þinginu. Fyrsta mál á dagskrá þegar nýtt þing kemur saman er að kjósa nýjan þingforseta. Sá mun svo eiga samtöl við formenn þeirra flokka sem sæti eiga á þingi og svo veita þeim, sem hann telur líklegasta til að geta myndað stjórn, eins konar umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo leggja fram tillögu fyrir þingið um nýjan forsætisráðherra, telji hann, að loknum samtölum við formennina, vera grundvöllur fyrir myndun nýrrar stjórnar. Ekki þarf meirihluti þings að samþykkja viðkomandi í atkvæðagreiðslu, heldur er fyrirkomulagið á þann veg að meirihluti þarf einungis að umbera viðkomandi, það er ekki greiða atkvæði gegn. Þingforsetinn getur í fjórgang lagt fram tillögu um nýjan forsætisráðherra fyrir þingið. Takist ekki að skipa nýjan forstætisráðherra eftir það, þarf lögum samkvæmt að boða til kosninga á nýjan leik.
Skoðanakönnun Novus fyrir SVT 1. september 2022 (innan sviga má sjá fylgi flokka í kosningunum 2018) Jafnaðarmannaflokkurinn: 26,6 prósent (28,3 prósent) Græningjar: 5,9 prósent (4,4 prósent) Vinstriflokkurinn: 8,4 prósent (8,0 prósent) Miðflokkurinn: 6,8 prósent (8,6 prósent) Moderaterna: 18,9 prósent (19,8 prósent) Kristilegir demókratar: 7,2 prósent (6,3 prósent) Frjálslyndir: 5,3 prósent (5,1 prósent) Svíþjóðardemókratar: 20,0 prósent (17,5 prósent) Aðrir flokkar: 0,9 prósent (1,5 prósent)
Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. 22. ágúst 2022 08:22