Ummæli Gary Neville á borði ríkissaksóknara | Gæti fengið allt að 2 ára fangelsisdóm Atli Arason skrifar 1. september 2022 23:16 Gary Neville gæti verið í vandræðum fyrir færslu á samfélagsmiðlum. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, gæti átt von á fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur fyrir tilraun til að spilla kviðdómi í réttarhöldum Ryan Giggs. Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01