„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 17:36 Benóný Harðarsson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna. Vísir/Arnar Halldórsson Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný. Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus hafa verið sakaðir um stórfelldan launaþjófnað í fjölmiðlum að undanförnu. Benóný Harðarson, forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna, hefur haldið því fram að starfsfólkið hafi unnið allt að sextán tíma á daga, sex daga vikunnar. Þessu vísaði lögmaður eigenda veitingastaðanna á bug í viðtali við mbl.is í gær. Þar sagði lögmaðurinn að vaktirnar hafi yfirleitt verið átta til níu tímar, stundum tíu, en á móti hafi komið styttri vinnudagar. Benóný Harðarson segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að Fagfélögin hafi undir höndum vaktaplön, þar sem dæmi voru um að vaktirnar væru fimmtán tímar. „Við höfum náttúrulega okkar upplýsingar frá okkar félagsmönnum og við trúum okkar félagsmönnum í þessu máli. Það er þannig að vaktaplönin sýndu allt að 15 klukkustundir en þá átti eftir að þrífa eldhúsið og veitingasalinn. Við byggjum kröfuna á vaktaplaninu, þó að við vitum að okkar félagsmenn hafi unnið lengur,“ segir Benóný. Um var að ræða þrjá starfsmenn, sem nú eru horfnir til annarra starfa. Þeir störfuðu hjá veitingastöðunum í 5-16 mánuði og vegna þessa meinta launaþjófnaðar, hafa fagfélögin krafið veitingastaðina um tæpar fjórtán milljónir króna í vangreidd laun. „Við vonum að okkar félagsmenn fái bara greitt sem fyrst. Kjarni málsins er náttúrulega sá að þarna var fólk að vinna mjög mikla vinnu á alltof lágum launum og það var bara verið að fara illa með fólk. Að ætla að fara að leiðrétta, að hengja sig í einhverjum smáatriðum núna til að rétta sinn hlut er bara ósanngjarnt gagnvart fólkinu sem var farið illa með,“ segir Benóný.
Stéttarfélög Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Eigendur staðanna ekki gefið neinar útskýringar vegna launaþjófnaðar Eigendur tveggja veitingastaða sem eru sakaðir um launaþjófnað veittu engar útskýringar á fundi með Fagfélögunum í dag. Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir þau tilbúin til að fara með málið fyrir dómstóla ef eigendur neita að borga kröfurnar, sem muni líklega hlaupa á milljónum króna. Fleiri ábendingar um launaþjófnað hafa borist í kjölfar málsins. 29. ágúst 2022 22:30