FO vettlingar styðja við hinsegin verkefni UN Women Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2022 11:31 Írís Tanja Flygering leikkona er á meðal andlita FO herferðarinnar í ár. Anna Maggý 40 hinsegin einstaklingar sitja fyrir á öllu Fokk ofbeldi herferðarefninu í ár. Þessir einstaklingar eru andlit FO. UN Women á Íslandi hefur sölu á FO vettlingum í dag, föstudaginn 2. september. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women fer af stað í FO herferð, nú í samstarfi við Sjóvá.UN Women á Íslandi hefur sölu á FO vettlingum í dag, föstudaginn 2. september. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women fer af stað í FO herferð, nú í samstarfi við Sjóvá. FO herferðin er flaggskip UN Women á Íslandi og hafa safnast um 80 milljónir á þessum árum sem runnið hafa í að uppræta kynbundið ofbeldi á heimsvísu. Í ár verður varningurinn til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. „UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum, þ.m.t. innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðildaríki takast á um þessi málefni. Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi og ofbeldi sökum kyns og kynhneigðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women standi áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Anna Maggý FO vettlingarnir endurlífga fjársveltan málaflokk FO varningurinn í ár eru vettlingar sem hannaðir eru af Védísi Jónsdóttur, prjónahönnuði, og framleiddir af Varma. Vettlingarnir kosta 4.900 krónur, eru úr hundrað prósent merínó ull og koma í tveimur stærðum (S/M og M/L). Hægt er að kaupa vettlingana á heimasíðu samtakanna, unwomen.is. Védís lagði mikið upp úr því að engin hlið á vettlingunum væri eins. Enda táknar það fjölbreytileikann sem herferðin styður við. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið án fjármagns síðan í maí á þessu ári og því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna gríðarlega mikilvægur. Enda verður lítið aðhafst með tómum sjóði. 97% líklegra til að verða fyrir ofbeldi Meðal hinsegin verkefna UN Women er þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í Líberíu svo þau geti veitt hinsegin fólki viðunandi þjónustu, rekstur menningaseturs fyrir konur og hinsegin fólk í Líbanon og fjölþætt verkefni í Georgíu sem miðar að því að uppræta ofbeldi gegn hinsegin fólki. Tveir milljarðar fólks býr í ríkjum þar sem hinseginleiki er álitinn glæpur 84 prósent ríkja heims banna samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra.Það er því yfirgnæfandi meirihluti landa í heiminum sem banna þau en heimila. Mikið bakslag hefur átt sér stað til dæmis í Bandaríkjunum og víða í Evrópu þar sem árangur hafði áður náðst og því standa þessi réttindi víða höllum fæti. Hinsegin fólk er 97% líklegra til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en þau sem ekki skilgreina sig sem hinsegin. Anna Maggý „Hinsegin fólk er handtekið og sett í fangelsi fyrir að vera það sjálft. Í sumum löndum varðar það dauðarefsingu, í öðrum er grófum pyntingum og ómannúðlegri meðferð beitt.. Refsingin er mismikil. Í Úganda, Súdan, Zambíu og Gambíu svo dæmi séu tekin, varðar það lífstíðarfangelsi, í Afghanistan er hægt að dæma fólk til dauða, í Pakistan og Brunei er fólk steinað til dauða fyrir að vera hinsegin, í öðrum löndum tíðkast refsingar á borð við hýðingar, sektir eða opinber smánun. Í sex löndum ríkir dauðarefsing við samkynhneigð og samböndum fólks af sama kyn. Aðeins 37 ríki heims veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd/hæli á grundvelli ofsókna vegna kynvitundar/kynhneigðar. Anna Maggý Einstök herferð á heimsvísu UN Women á Íslandi fékk 40 hinsegin einstaklinga til að sitja fyrir á öllu FO herferðarefninu í ár og eru þau andlit herferðarinnar. Þátttaka þeirra er táknræn þar sem þau leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á því bakslagi sem orðið hefur á heimsvísu, þar með talið á Íslandi og styðja þannig við þessa mikilvægu og sögulegu söfnun. Þetta er í fyrsta sinn sem landsnefnd UNW (þær eru tólf á heimsvísu) safnar í hinseginsjóð UN Women sem er hér um bil alveg tómur. Íslenska landsnefndin ætlar að ríða á vaðið og setja málefni hinsegin fólks á dagskrá hjá UN Women, enda er um að ræða einn viðkvæmasta- og jaðarsettasta hópinn á heimsvísu. Ljósmyndir tók Anna Maggý, sem hefur nú myndað FO herferð UN Women á Íslandi þrjú ár í röð. Anna Maggý Fögnuður á Húrra Nýrri vöru og herferð verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu 22 á milli klukkan 17:00- 19:00 í dag, föstudaginn 2. september. Þar verður hægt að næla sér í vettlinga og styrkja um leið afar mikilvægt og aðkallandi málefni. Fram koma DJ Dóra Júlía, Una Torfadóttir, Systur og dragdrottning Íslands, Lady Zadude. Siggi Gunnars verður svo veislustjóri viðburðarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Tíska og hönnun Hinsegin Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
UN Women á Íslandi hefur sölu á FO vettlingum í dag, föstudaginn 2. september. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women fer af stað í FO herferð, nú í samstarfi við Sjóvá.UN Women á Íslandi hefur sölu á FO vettlingum í dag, föstudaginn 2. september. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women fer af stað í FO herferð, nú í samstarfi við Sjóvá. FO herferðin er flaggskip UN Women á Íslandi og hafa safnast um 80 milljónir á þessum árum sem runnið hafa í að uppræta kynbundið ofbeldi á heimsvísu. Í ár verður varningurinn til styrktar hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. „UN Women er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst fyrir réttindum og málefnum hinsegin fólks um allan heim, enda verður jafnrétti ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á síðustu árum, þ.m.t. innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðildaríki takast á um þessi málefni. Víða býr hinsegin fólk við gríðarlega mismunun, skert réttindi og ofbeldi sökum kyns og kynhneigðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women standi áfram vörð um velferð og réttindi hinsegin fólks á tímum sem þessum,“ segir í tilkynningu frá UN Women. Anna Maggý FO vettlingarnir endurlífga fjársveltan málaflokk FO varningurinn í ár eru vettlingar sem hannaðir eru af Védísi Jónsdóttur, prjónahönnuði, og framleiddir af Varma. Vettlingarnir kosta 4.900 krónur, eru úr hundrað prósent merínó ull og koma í tveimur stærðum (S/M og M/L). Hægt er að kaupa vettlingana á heimasíðu samtakanna, unwomen.is. Védís lagði mikið upp úr því að engin hlið á vettlingunum væri eins. Enda táknar það fjölbreytileikann sem herferðin styður við. Hinsegin verkefni UN Women hafa verið án fjármagns síðan í maí á þessu ári og því er fjárstuðningurinn sem hlýst af sölu vettlinganna gríðarlega mikilvægur. Enda verður lítið aðhafst með tómum sjóði. 97% líklegra til að verða fyrir ofbeldi Meðal hinsegin verkefna UN Women er þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í Líberíu svo þau geti veitt hinsegin fólki viðunandi þjónustu, rekstur menningaseturs fyrir konur og hinsegin fólk í Líbanon og fjölþætt verkefni í Georgíu sem miðar að því að uppræta ofbeldi gegn hinsegin fólki. Tveir milljarðar fólks býr í ríkjum þar sem hinseginleiki er álitinn glæpur 84 prósent ríkja heims banna samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra.Það er því yfirgnæfandi meirihluti landa í heiminum sem banna þau en heimila. Mikið bakslag hefur átt sér stað til dæmis í Bandaríkjunum og víða í Evrópu þar sem árangur hafði áður náðst og því standa þessi réttindi víða höllum fæti. Hinsegin fólk er 97% líklegra til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en þau sem ekki skilgreina sig sem hinsegin. Anna Maggý „Hinsegin fólk er handtekið og sett í fangelsi fyrir að vera það sjálft. Í sumum löndum varðar það dauðarefsingu, í öðrum er grófum pyntingum og ómannúðlegri meðferð beitt.. Refsingin er mismikil. Í Úganda, Súdan, Zambíu og Gambíu svo dæmi séu tekin, varðar það lífstíðarfangelsi, í Afghanistan er hægt að dæma fólk til dauða, í Pakistan og Brunei er fólk steinað til dauða fyrir að vera hinsegin, í öðrum löndum tíðkast refsingar á borð við hýðingar, sektir eða opinber smánun. Í sex löndum ríkir dauðarefsing við samkynhneigð og samböndum fólks af sama kyn. Aðeins 37 ríki heims veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd/hæli á grundvelli ofsókna vegna kynvitundar/kynhneigðar. Anna Maggý Einstök herferð á heimsvísu UN Women á Íslandi fékk 40 hinsegin einstaklinga til að sitja fyrir á öllu FO herferðarefninu í ár og eru þau andlit herferðarinnar. Þátttaka þeirra er táknræn þar sem þau leggja sitt af mörkum til að vekja athygli á því bakslagi sem orðið hefur á heimsvísu, þar með talið á Íslandi og styðja þannig við þessa mikilvægu og sögulegu söfnun. Þetta er í fyrsta sinn sem landsnefnd UNW (þær eru tólf á heimsvísu) safnar í hinseginsjóð UN Women sem er hér um bil alveg tómur. Íslenska landsnefndin ætlar að ríða á vaðið og setja málefni hinsegin fólks á dagskrá hjá UN Women, enda er um að ræða einn viðkvæmasta- og jaðarsettasta hópinn á heimsvísu. Ljósmyndir tók Anna Maggý, sem hefur nú myndað FO herferð UN Women á Íslandi þrjú ár í röð. Anna Maggý Fögnuður á Húrra Nýrri vöru og herferð verður fagnað á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu 22 á milli klukkan 17:00- 19:00 í dag, föstudaginn 2. september. Þar verður hægt að næla sér í vettlinga og styrkja um leið afar mikilvægt og aðkallandi málefni. Fram koma DJ Dóra Júlía, Una Torfadóttir, Systur og dragdrottning Íslands, Lady Zadude. Siggi Gunnars verður svo veislustjóri viðburðarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Tíska og hönnun Hinsegin Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira