Fatlað fólk fær ekki rafræn skilríki á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2022 13:05 Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar, sem segir fáránlegt að fatlað folk á Íslandi geti ekki fengið rafræn skilríki. Aðsend Formaður Þroskahjálpar segir að það sé verið að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki á Íslandi, því að bankastofnanir og opinberir aðilar vilja ekki veita fólki með þroskahömlun, einhverfu og skyldar fatlanir rafræn skilríki. Ástæðan er sú að þessi hópur fær ekki rafræn skilríki er sú að það getur oft ekki valið fjögurra stafa PIN númer og lagt það á minnið, án aðstoðar eða leiðbeiningar. í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
í vikunni var haldinn opinn samráðsfundur á Selfossi um stöðu mannréttinda en forsætisráðherra boðaði til fundarins, sem bar yfirskriftina „Mótum framtíðina saman“ en nokkrir slíkir fundir verða haldnir víða um land. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna þroskahjálpar flutti örerindi um stöðu fatlaðra þegar mannréttindi eru annars vegar. Rafræn skilríki og fatlað fólk kom þar við sögu. “Þetta er alveg fáránlegt að geta ekki nálgast upplýsingar um reikninginn sinn, borga reikninga eða komast inn á Heilsuveru, endurnýja lyfin sín, þetta er bara svo margt. Þú ert ekkert fúnkerandi í samfélaginu ef þú ert ekki með rafræn skilríki, þannig að þetta er verulega mikil útilokun, hér er klárlega verið að brjóta mannréttindi,” segir Unnur Helga. “Við berjumst áfram og látum í okkur heyra eins og ég er að gera núna”, bætir Unnur Helga við. Nokkrir fundir líkt og á Selfossi verða haldnir víða um land á næstunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnur Helga segir að stjórnvöld verði að bregast strax við málinu um rafrænu skilríkin og fatlað fólk, þau hafi vitað af þessu lengi og dregið lappirnar allt of lengi. Nú dugi ekki fleiri afsakanir. Þessi framkvæmd sé skýlaust brot á mannréttindum fatlað fólks og fer í bága við mörg ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. „Þetta er í rauninni aðallega fyrir þá, sem eru 18 ára og eldri en samt sem áður, þú þarft að nota rafræn skilríki til að komast inn á Heilsuveru, þá verður þú að vera orðin 16 ára,“ segir Unnur Helga. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni fjölmenntu á fundinn og fengu mynd af sér með forsætisráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira